Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir skrifar 3. júní 2025 21:02 Í lýðræðisríki á fólk rétt á að spyrja, efast og halda stjórnvöldum við ábyrgð. En í stað þess að fá svör, fær það stimplun og fyrirlitningu – frá þeim sem ættu að hlusta. Ég á erfitt með að kyngja því hvernig stjórnmálafólk og fagfólk talar til og um eigið fólk þegar það tjáir sig.Ekki með samræðu. Ekki með rökum. Heldur með stimplum, skömm og yfirlætistóni. Í lýðræðisríki á fólk rétt á að spyrja.Að efast.Að mótmæla.Að halda stjórnvöldum við ábyrgð, án þess að verða niðurlægt, smánað eða brennimerkt. Friðsöm mótmæli, fjandsamleg viðbrögð Eftir mótmælin á Austurvelli 31. maí – þar sem nær þúsund manns komu saman friðsamlega til að spyrja um stefnu í hælismálum, hvernig fjármunir eru nýttir og hvaða samfélagsleg áhrif þessi mál hafa – sá ég svart á hvítu hvernig umræðunni er kerfisbundið snúið upp á þá sem dirfast að spyrja. Hv ers var raunverulega krafist? Á mótmælafundinum, skipulögðum af hópnum Ísland – þvert á flokka, voru bornar fram skýrar og orðréttar kröfur sem lutu að framkvæmd hælismála og ábyrgð stjórnvalda: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan á bakgrunnsrannsókn stendur og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað út. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir – þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í sínu heimalandi með gerð milliríkjasamninga, slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þessar kröfur snúa ekki að útilokun eða hatursáróðri – heldur ákalli um að lögum sé framfylgt, að kerfið virki og að opinber ábyrgð sé skýr.Samt sem áður voru þátttakendur í þessum fundi brennimerktir sem öfgafólk, rasistar og jaðarmenn – einfaldlega fyrir að spyrja:Hvernig virkar þetta kerfi – og hver ber ábyrgð? Þegar kjörnir fulltrúar tala niður til fólks Í stað málefnalegra viðbragða komu setningar á borð við þessar – frá kjörnum fulltrúum á Alþingi: Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar:„Rasistar komu fram og héldu tölu.“„Ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi.“„Þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða að búa ykkur til sérstakan fána.“ María Rut Kristinsdóttir, þingkona Viðreisnar:„Andúðaráróður hægri öfgaafla á Íslandi.“„Öfl sem amast við fjölbreytileika, útlendinga og hinseginleika.“„Í handbók popúlistans er þetta atriði númer eitt: búa til ótta og sundra fólki.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra:„Við viljum ekki fordómafullt samfélag.“„Við viljum heldur ekki samfélag þar sem jaðrar eru í átökum.“ Allar þessar yfirlýsingar eru opinber viðbrögð við fólki sem kom saman á friðsamlegum mótmælum til að spyrja spurninga – um stefnu, um ábyrgð, um forgangsröðun og áhrif á samfélagið. Er þetta í lagi?Er í lagi að kalla borgara sem tjá áhyggjur af opinberri stefnu „rasista“, „öfgafólk“ og „mannfjandsamlega“? Þetta eru ekki rökræður. Þetta eru stimplar frá valdhöfum til fólks sem þeir segjast þjóna.Ef lýðræðisleg tjáning er svarað með svona orðræðu, hver ver þá í raun frelsið? Þegar fagfólk tekur þátt í niðurbroti Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, skrifaði eftir mótmælin:„Í gær var haldinn fundur hræddra Íslendinga…“„Binni tónlistarmaður virðist nokkuð vel skólaður í nýnasisma.“„Fólk klappar fyrir fjandsamlegu samsærissulli.“ Þetta kemur frá manni sem á að standa vörð um reisn fólks í viðkvæmri stöðu.En hann kýs að nota stöðu sína til að draga úr trúverðugleika borgara með sálfræðilegri stimplun, ekki umræðu.Þetta er ekki fagmennska. Þetta er dulbúin valdbeiting. Þegar prestur líkir almenningi við hatursöfl Í kjölfar mótmælanna steig séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur þjóðkirkjunnar, fram og sagði:„Kynþáttahatarar hafa fylkt liði undir logandi krossum – og gera enn.“ Þetta er ekki rök. Þetta er ekki að leita sátta.Þetta er að líkja fólki sem spyr um opinbera stefnu við KKK og nýnasista. Slíkar líkingar – frá guðsmanni – sýna ekki kristin gildi, heldur fordæmingu.Ekki byggt á umburðarlyndi – heldur brugðist við með útskúfun. Þegar spurt er, og svarið er fyrirlitning Á meðal ræðumanna á Austurvelli var Brynjar Barkarson, sem spurði hvort hagsmunatengsl væru til staðar milli stjórnvalda og hælismála.Í stað málefnalegs svars sagði Snærós Sindradóttir:„Settu tappa í tengdasoninn.“ Ekki rök. Ekki svör. Bara háð og þöggun.Svona tala þau sem vilja ekki umræðu – þau vilja stjórn á umræðunni. En hvað með efnið sem fólk er að reyna að ræða? – Tugmilljarða kostnað við hælisleitendamál samkvæmt greiningu Ragnars Árnasonar, hagfræðings og prófessors emerítus– Að yfir 60% landsmanna telji að of margir fái hér hæli, samkvæmt könnun mbl.is– Áhyggjur af áhrifum á húsnæðismarkað, þjónustu og samfélagslegu öryggi– Óvissu og ójafnvægi sem fólk upplifir – en fær ekki að nefna án þess að vera skammað Í stað umræðu kemur útskúfun.Í stað svara kemur greining á „tilfinningum“ fólks.Í stað þátttöku kemur útilokun. Þetta er ekki lýðræði – þetta er vald sem ver sjálft sig Þeir sem segjast þjóna þjóðinni ættu að spyrja:Af hverju kemur fólk saman á Austurvelli í þúsundatali til að mótmæla? En þeir spyrja:Hvernig getum við smánaðfólkiðog gert lítið úr þeim? Þeir sem ráða orðræðunni svara ekki áhyggjum – þeir ráðast að fólkinu.Þeir hlusta ekki – þeir brennimerkja. Og ég spyr – eins og margir aðrir: Ef fólk sem spyr: Hver þjónar hverjum? fær aðeins háð, stimplun og fyrirlitningu –hverjir eru þá í raun að búa til ótta og sundrung? Ef þeir sem segjast þjóna þjóðinni tala eins og hún sé vandamálið –hverjum eru þeir þá í raun að þjóna? Að lokum Að tala svona til fólks er ekki pólitísk afstaða – það er vald sem hefur snúist gegn eigin þjóð. Það er ofbeldi í þeirri mynd að það kúgar, smánar og útilokar borgarana frá umræðu sem þeir eiga rétt á að taka þátt í. Og ef við látum það viðgangast – án mótspyrnu –þá þagnar ekki bara rödd fólksins.Þá þagnar lýðræðið sjálft. Höfundur er lýðræðissinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í lýðræðisríki á fólk rétt á að spyrja, efast og halda stjórnvöldum við ábyrgð. En í stað þess að fá svör, fær það stimplun og fyrirlitningu – frá þeim sem ættu að hlusta. Ég á erfitt með að kyngja því hvernig stjórnmálafólk og fagfólk talar til og um eigið fólk þegar það tjáir sig.Ekki með samræðu. Ekki með rökum. Heldur með stimplum, skömm og yfirlætistóni. Í lýðræðisríki á fólk rétt á að spyrja.Að efast.Að mótmæla.Að halda stjórnvöldum við ábyrgð, án þess að verða niðurlægt, smánað eða brennimerkt. Friðsöm mótmæli, fjandsamleg viðbrögð Eftir mótmælin á Austurvelli 31. maí – þar sem nær þúsund manns komu saman friðsamlega til að spyrja um stefnu í hælismálum, hvernig fjármunir eru nýttir og hvaða samfélagsleg áhrif þessi mál hafa – sá ég svart á hvítu hvernig umræðunni er kerfisbundið snúið upp á þá sem dirfast að spyrja. Hv ers var raunverulega krafist? Á mótmælafundinum, skipulögðum af hópnum Ísland – þvert á flokka, voru bornar fram skýrar og orðréttar kröfur sem lutu að framkvæmd hælismála og ábyrgð stjórnvalda: Að hælisleitendur verði vistaðir í lokuðu úrræði eða sendir úr landi á meðan á bakgrunnsrannsókn stendur og þeir sem koma án skilríkja verði vistaðir eða vísað út. Afturköllun dvalarleyfa eða ríkisborgararéttar við alvarlegt brot eða rangar upplýsingar. Afnám fjölskyldusameiningar í núverandi mynd. Fimm ára hlé á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni. Að stuðningur við fólk í neyð sé veittur heima fyrir – þar sem hjálpin nýtist fleirum og betur. Erlendum brotamönnum afpláni í sínu heimalandi með gerð milliríkjasamninga, slíkt fyrirkomulag er ódýrara og mannúðlegra. Þessar kröfur snúa ekki að útilokun eða hatursáróðri – heldur ákalli um að lögum sé framfylgt, að kerfið virki og að opinber ábyrgð sé skýr.Samt sem áður voru þátttakendur í þessum fundi brennimerktir sem öfgafólk, rasistar og jaðarmenn – einfaldlega fyrir að spyrja:Hvernig virkar þetta kerfi – og hver ber ábyrgð? Þegar kjörnir fulltrúar tala niður til fólks Í stað málefnalegra viðbragða komu setningar á borð við þessar – frá kjörnum fulltrúum á Alþingi: Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar:„Rasistar komu fram og héldu tölu.“„Ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi.“„Þið sem viljið nýta tjáningafrelsið ykkar á þennan hátt ættuð að hugleiða að búa ykkur til sérstakan fána.“ María Rut Kristinsdóttir, þingkona Viðreisnar:„Andúðaráróður hægri öfgaafla á Íslandi.“„Öfl sem amast við fjölbreytileika, útlendinga og hinseginleika.“„Í handbók popúlistans er þetta atriði númer eitt: búa til ótta og sundra fólki.“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra:„Við viljum ekki fordómafullt samfélag.“„Við viljum heldur ekki samfélag þar sem jaðrar eru í átökum.“ Allar þessar yfirlýsingar eru opinber viðbrögð við fólki sem kom saman á friðsamlegum mótmælum til að spyrja spurninga – um stefnu, um ábyrgð, um forgangsröðun og áhrif á samfélagið. Er þetta í lagi?Er í lagi að kalla borgara sem tjá áhyggjur af opinberri stefnu „rasista“, „öfgafólk“ og „mannfjandsamlega“? Þetta eru ekki rökræður. Þetta eru stimplar frá valdhöfum til fólks sem þeir segjast þjóna.Ef lýðræðisleg tjáning er svarað með svona orðræðu, hver ver þá í raun frelsið? Þegar fagfólk tekur þátt í niðurbroti Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, skrifaði eftir mótmælin:„Í gær var haldinn fundur hræddra Íslendinga…“„Binni tónlistarmaður virðist nokkuð vel skólaður í nýnasisma.“„Fólk klappar fyrir fjandsamlegu samsærissulli.“ Þetta kemur frá manni sem á að standa vörð um reisn fólks í viðkvæmri stöðu.En hann kýs að nota stöðu sína til að draga úr trúverðugleika borgara með sálfræðilegri stimplun, ekki umræðu.Þetta er ekki fagmennska. Þetta er dulbúin valdbeiting. Þegar prestur líkir almenningi við hatursöfl Í kjölfar mótmælanna steig séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur þjóðkirkjunnar, fram og sagði:„Kynþáttahatarar hafa fylkt liði undir logandi krossum – og gera enn.“ Þetta er ekki rök. Þetta er ekki að leita sátta.Þetta er að líkja fólki sem spyr um opinbera stefnu við KKK og nýnasista. Slíkar líkingar – frá guðsmanni – sýna ekki kristin gildi, heldur fordæmingu.Ekki byggt á umburðarlyndi – heldur brugðist við með útskúfun. Þegar spurt er, og svarið er fyrirlitning Á meðal ræðumanna á Austurvelli var Brynjar Barkarson, sem spurði hvort hagsmunatengsl væru til staðar milli stjórnvalda og hælismála.Í stað málefnalegs svars sagði Snærós Sindradóttir:„Settu tappa í tengdasoninn.“ Ekki rök. Ekki svör. Bara háð og þöggun.Svona tala þau sem vilja ekki umræðu – þau vilja stjórn á umræðunni. En hvað með efnið sem fólk er að reyna að ræða? – Tugmilljarða kostnað við hælisleitendamál samkvæmt greiningu Ragnars Árnasonar, hagfræðings og prófessors emerítus– Að yfir 60% landsmanna telji að of margir fái hér hæli, samkvæmt könnun mbl.is– Áhyggjur af áhrifum á húsnæðismarkað, þjónustu og samfélagslegu öryggi– Óvissu og ójafnvægi sem fólk upplifir – en fær ekki að nefna án þess að vera skammað Í stað umræðu kemur útskúfun.Í stað svara kemur greining á „tilfinningum“ fólks.Í stað þátttöku kemur útilokun. Þetta er ekki lýðræði – þetta er vald sem ver sjálft sig Þeir sem segjast þjóna þjóðinni ættu að spyrja:Af hverju kemur fólk saman á Austurvelli í þúsundatali til að mótmæla? En þeir spyrja:Hvernig getum við smánaðfólkiðog gert lítið úr þeim? Þeir sem ráða orðræðunni svara ekki áhyggjum – þeir ráðast að fólkinu.Þeir hlusta ekki – þeir brennimerkja. Og ég spyr – eins og margir aðrir: Ef fólk sem spyr: Hver þjónar hverjum? fær aðeins háð, stimplun og fyrirlitningu –hverjir eru þá í raun að búa til ótta og sundrung? Ef þeir sem segjast þjóna þjóðinni tala eins og hún sé vandamálið –hverjum eru þeir þá í raun að þjóna? Að lokum Að tala svona til fólks er ekki pólitísk afstaða – það er vald sem hefur snúist gegn eigin þjóð. Það er ofbeldi í þeirri mynd að það kúgar, smánar og útilokar borgarana frá umræðu sem þeir eiga rétt á að taka þátt í. Og ef við látum það viðgangast – án mótspyrnu –þá þagnar ekki bara rödd fólksins.Þá þagnar lýðræðið sjálft. Höfundur er lýðræðissinni
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun