Ígló&Indý njóta vinsælda hjá erlendum tískubloggurum Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2014 11:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir segir samfélagsmiðlana hafa spilað stórt hlutverk í markaðssetningu Ígló&Indý síðasta árið. Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló&Indí hefur vakið mikla athygli undanfarið hjá erlendum tískubloggurum. Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri segir að fyrir um ári síðan hafi þær hjá fyrirtækinu tekið ákvörðun um að leggja aukna áherslu á markaðssetningu á merkinu í gegnum samfélagsmiðla, þar sem sú markaðssetning sé gríðarlega öflug, þá sérstaklega úti í heimi. „Samfélagsmiðlar eru gríðarlega sterkir erlendis, hjá verslunum og viðskiptavinum, sérstaklega eins og Pinterest, Instagram og Twitter og svo auðvitað bloggararnir. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vinna vel með þeim,“ segir Tinna, en þær hafa verið í samstarfi við marga af stærstu bloggurum í heiminum í dag. „Þetta eru allt bloggarar sem leggja mikla vinnu í síðurnar sínar, en þær eru flestar búsettar í Svíþjóð og Frakklandi,“ segir hún. Fyrirtækið er mjög virkt á Instagram og segir hún að kassamerkingin #igloindi hafi stóraukist, aðallega frá erlendum aðlilum, bæði viðskiptavinum og verslunum úti sem selja fötin frá Ígló&Indí. „Það er svo gaman að sjá bloggarana og verslanirnar merkja myndirnar með okkar merki. Bæði eru þau að setja inn myndir frá okkar eigin markaðsefni og en líka myndir sem þær taka sjálfar af börnum í Ígló&Indí fötum. Þannig vekja þær athygli á okkur og á móti þá birtum við umfjöllunina á síðunni okkar og bendum á hvar sé hægt að nálgast fötin í þeirri borg,“ segir hún. Hún segir að á síðustu árum hafi netverslun með barnaföt aukist upp í 30-40 prósent erlendis almennt og þetta sé stór þáttur í því. „Við erum að sjá mikið verslað frá Svíþjóð, Noregi og Frakklandi, en síðan er Ástralía að koma sterk inn. Það er að stórum hluta samfélagsmiðlum að þakka samhliða sterku vörumerki.“ Fyrirtækið hefur alltaf lagt gríðarlega mikið uppúr öllum myndum sem eru í markaðsefninu þeirra. „Hugmyndafræðin okkar er að fötin séu þægileg fyrir börnin, en á sama tíma töff. Það viljum við að sjáist í gegnum myndirnar og að börnunum líði vel,“ segir Tinna.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira