Alveg ferlegt bara… Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 6. nóvember 2014 07:00 Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í þessum skrifuðu orðum sit ég á fundi hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra (Dövas Nordiska Råd) og er alveg miður mín þar sem ég var að tilkynna fullrúum hinna Norðurlandaþjóðanna að túlkun í atvinnulífi, daglegu lífi og fjarsímatúlkun væri alveg í krassi á Íslandi eina ferðina enn. Hinir fulltrúarnir göptu af undrun þegar þau fengu svör við hve miklu væri varið í þessa túlkun, þetta er langt, langt, langt undir því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum. Þetta hefur áhrif á mun miklu stærra samfélag en eingöngu þeirra sem reiða sig á íslenskt táknmál. Á fundinum ræddum við um sáttmála SÞ um réttindi fólks með fötlun, um tungumálasamninginn, um samning vegna félagslegrar aðstoðar og fleiri mál. Mikið þótti mér leiðinlegt að vera Íslendingur þá, fulltrúi fyrir hönd Íslands á þessum fundi þar sem við erum langt á eftir í þessum málum. Ég hef séð hvað þetta hefur áhrif á marga félagsmenn Félags heyrnarlausra, marga sem eru tengdir þessum félagsmönnum, börn sem þurfa að sitja hjá og sjá foreldra sína vera utangátta, aldraða foreldra sem geta ekki átt samskipti við heyrnarlausu börnin sín, heyrnarlausa foreldra sem ná ekki að sinna skyldum sínum sem bekkjarfulltrúi eða umsjónarmaður í íþróttastarfi barnanna sinna og margt fleira. Ekki er rétt að vísa málinu á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, óréttlætanlegt er að ætlast til þess að forgangsraða eigi túlkunum með þessa pínulitlu fjárhæð sem veitt er í túlkun í daglegu lífi. Ekki er heldur rétt að vísa málinu til einhverrar nefndar, síðasta nefndin sem hefur verið starfandi er nefnd sem hefur unnið í rúmlega 4 ár. Enn hefur ekkert verið gert þrátt fyrir að tæplega 10 nefndir hafi verið starfandi síðan 1988. Nú segjum við stopp. Leyfið okkur að vera virkir þjóðfélagsþegnar, foreldrar, börn, húseigendur, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar, ættingjar og fleira og fleira. Ég vil geta mætt á næsta fund hjá Norðurlandaráði heyrnarlausra sem stoltur Íslendingur sem er ekki mörgum tugum ára á eftir öðrum Norðurlandabúum í túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausra.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun