Bráðhollt og bragðgott rauðrófusalat 7. nóvember 2014 14:00 heilsugengið réttur Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum. Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið
Í síðasta þætti af Heilsugenginu var Halldóra Sigurdórsdóttir heimsótt, en hún var sárþjáð af vefjagigt og öðrum kvillum. Halldóra tók málin í sínar hendur og með því að breyta um mataræði og hugsunarhátt tók líf hennar stakkaskiptum. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þetta bráðholla og bragðgóða rauðrófusalat. 3 rauðrófur, afhýddar og skornar í bita 1 msk. fennelfræ 1 tsk. sjávarsaltflögur 1 msk. kókosolía + 1 msk. vatn 2-3 grænkálsblöð, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 2 dl brokkólíblóm, nudduð upp úr ólífuolíu, engifer og sítrónusafa 1 lárpera 50 g valhnetur, þurrristaðar um 10 jarðarber, skorin í fernt ólífuolía, balsam-edik, sjávarsaltflögur til að skvetta yfir Afhýðið rauðrófurnar, skerið í bita, stráið yfir salti og fennelfræjum ásamt vatni og kókosolíu og bakið í ofni við 175°C í um 30 mín. Setjið í skál ásamt öllu hinu sem eftir er. Blandið saman og skvettið ólífuolíu og balsam-ediki yfir og nokkrum sjávarsaltflögum.
Heilsa Rauðrófusalat Salat Uppskriftir Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið