Leyfum dóp Pawel Bartoszek skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Fjórði hver maður sem les þessi orð hefur einhvern tímann prófað kannabisefni. Langflestir komust upp með það. Fæstir voru handteknir, vistaðir, ákærðir, eða dæmdir fyrir vörslu eða meðferð fíkniefna. Þeir einfaldlega sluppu. En það sleppa ekki allir. Stundum, í tengslum við umræðu um „afglæpavæðingu fíkniefna“, er látið eins og fíkniefni hafi í raun þegar verið afglæpavædd. Þá er gjarnan vísað í það að það er óalgengt á Íslandi að menn séu dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir neyslu eða vörslu fíkniefna án þess að annað komi til. Það má eflaust vera rétt. En því fer samt fjarri að þessi mál séu með einhverjum hætti látin afskiptalaus af stjórnvöldum. Á síðasta ári skráði lögreglan 1.534 fíkniefnabrot í flokknum „varsla og meðferð“. Miðað við tölfræði áranna þar á undan má áætla að um þúsund manns hafi verið ákærð fyrir þessi brot. Ekki fyrir framleiðslu, eða innflutning eða sölu, heldur vörslu og meðferð. Og þessar kærur hafa afleiðingar.Heft ferðafrelsi Setjum okkur aðeins í spor þessara einstaklinga (ef við erum ekki í þeirra sporum nú þegar). Í hvert skipti sem þeir fljúga til Bandaríkjanna þurfa þeir að svara spurningu um hvort þeir hafi einhvern tímann verið handteknir eða dæmdir vegna fíkniefnabrota. Þeir standa þá frammi fyrir tveimur kostum. Sá fyrsti er að ljúga að bandarískum landamærayfirvöldum. Sá síðari er að svara spurningunni sannleikanum samkvæmt og vera þá, að öllum líkindum, neitað um inngöngu inn í landið. Hvorugur kosturinn er sérstaklega góður. Hvað réð því að þetta fólk lenti í vandræðum en ekki einhver hinna í fjórðungnum sem viðurkennir að hafa reykt hass eða gras? Líklegast bara lukka. Þau héngu með grunsamlegra fólki, höfðu of mikil læti í einhverju partíi, bjuggu í verra hverfi eða voru einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Sé maður í þeim sporum að hafa sjálfur einhvern tímann neytt ólöglegra eiturlyfja og komist upp með það, hvernig getur maður réttlætt fyrir sjálfum sér að maður geti ferðast um heiminn eins og óspjallaður dýrlingur meðan aðrir, sem tóku nákvæmlega sömu ákvörðun en urðu óheppnir, beri fyrir mann byrðarnar? Að þeir þurfi kannski að velja milli þess að sleppa því að fara í nám í háskóla sem þá langar í eða að ljúga að yfirvöldum erlends stórveldis? Kannski segja sumir að það megi segja hið sama um alla glæpi: „Margir þjófar sleppa. Það þýðir ekki að það eigi að leyfa þjófnað.“ Eflaust má gúddera þann þankagang að einhverju leyti. En það leiðir okkur kannski að lykilspurningunni í þessu máli. Og lykilspurningin er ekki það hvort við viljum að fleiri neyti eiturlyfja oftar. Lykilspurningin er hvort við eigum að refsa fólki fyrir að gera það.Afglæpavæðing nóg? Seinasta vor samþykkti Alþingi tillögu um endurskoðun fíkniefnalöggjafar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða stefnu í vímuefnamálum á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og félagslega kerfisins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“ Séu ráðamenn hleraðir má giska á að útkoman úr starfinu verði tillaga að einhvers konar „afglæpavæðingu“. Þótt það sé jákvætt skref í sjálfu sér skapar það auðvitað mjög undarlegt réttarástand. Hvernig væri ef menn hefðu ekki afnumið áfengisbannið á sínum tíma heldur sagt: „Það er ekki bannað að eiga áfengi og ekki bannað að drekka það, en það er bannað að framleiða það, flytja inn og selja?“ Hvaða áhrif hefði það haft á markaðinn? Það er í raun til merkis um áframhaldandi friðþægingu að vilja leyfa fólki að neyta ákveðinna eiturlyfja en vísa mönnum í undirheima ef þeir vilja útvega sér þau. Þá er lögleiðing og há verðlagning miklu skynsamlegri leið til að lágmarka skaðann sem hlýst af neyslu þeirra. Nokkur fylki Bandaríkjanna lögleiddu notkun kannabis í afþreyingarskyni í vikunni. Þótt einhverjum þyki það kannski of stórt skref að stíga í einu er það skref sem ætti að hugleiða. Eða eigum við kannski að bíða með það í fimm ár? Eigum við að halda áfram að eyðileggja líf ungs, óheppins fólks meðan samfélagið meltir þetta? Sumir vilja að ríkið banni sum eiturlyf til að senda skilaboð. Ef ríkið vill „senda skilaboð“ þá getur það prentað plakat. Að setja fólk á sakaskrá með þeim afleiðingum að ferðafrelsi þess skerðist er miklu meira en skilaboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Fjórði hver maður sem les þessi orð hefur einhvern tímann prófað kannabisefni. Langflestir komust upp með það. Fæstir voru handteknir, vistaðir, ákærðir, eða dæmdir fyrir vörslu eða meðferð fíkniefna. Þeir einfaldlega sluppu. En það sleppa ekki allir. Stundum, í tengslum við umræðu um „afglæpavæðingu fíkniefna“, er látið eins og fíkniefni hafi í raun þegar verið afglæpavædd. Þá er gjarnan vísað í það að það er óalgengt á Íslandi að menn séu dæmdir til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir neyslu eða vörslu fíkniefna án þess að annað komi til. Það má eflaust vera rétt. En því fer samt fjarri að þessi mál séu með einhverjum hætti látin afskiptalaus af stjórnvöldum. Á síðasta ári skráði lögreglan 1.534 fíkniefnabrot í flokknum „varsla og meðferð“. Miðað við tölfræði áranna þar á undan má áætla að um þúsund manns hafi verið ákærð fyrir þessi brot. Ekki fyrir framleiðslu, eða innflutning eða sölu, heldur vörslu og meðferð. Og þessar kærur hafa afleiðingar.Heft ferðafrelsi Setjum okkur aðeins í spor þessara einstaklinga (ef við erum ekki í þeirra sporum nú þegar). Í hvert skipti sem þeir fljúga til Bandaríkjanna þurfa þeir að svara spurningu um hvort þeir hafi einhvern tímann verið handteknir eða dæmdir vegna fíkniefnabrota. Þeir standa þá frammi fyrir tveimur kostum. Sá fyrsti er að ljúga að bandarískum landamærayfirvöldum. Sá síðari er að svara spurningunni sannleikanum samkvæmt og vera þá, að öllum líkindum, neitað um inngöngu inn í landið. Hvorugur kosturinn er sérstaklega góður. Hvað réð því að þetta fólk lenti í vandræðum en ekki einhver hinna í fjórðungnum sem viðurkennir að hafa reykt hass eða gras? Líklegast bara lukka. Þau héngu með grunsamlegra fólki, höfðu of mikil læti í einhverju partíi, bjuggu í verra hverfi eða voru einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Sé maður í þeim sporum að hafa sjálfur einhvern tímann neytt ólöglegra eiturlyfja og komist upp með það, hvernig getur maður réttlætt fyrir sjálfum sér að maður geti ferðast um heiminn eins og óspjallaður dýrlingur meðan aðrir, sem tóku nákvæmlega sömu ákvörðun en urðu óheppnir, beri fyrir mann byrðarnar? Að þeir þurfi kannski að velja milli þess að sleppa því að fara í nám í háskóla sem þá langar í eða að ljúga að yfirvöldum erlends stórveldis? Kannski segja sumir að það megi segja hið sama um alla glæpi: „Margir þjófar sleppa. Það þýðir ekki að það eigi að leyfa þjófnað.“ Eflaust má gúddera þann þankagang að einhverju leyti. En það leiðir okkur kannski að lykilspurningunni í þessu máli. Og lykilspurningin er ekki það hvort við viljum að fleiri neyti eiturlyfja oftar. Lykilspurningin er hvort við eigum að refsa fólki fyrir að gera það.Afglæpavæðing nóg? Seinasta vor samþykkti Alþingi tillögu um endurskoðun fíkniefnalöggjafar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að endurskoða stefnu í vímuefnamálum á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðiskerfisins og félagslega kerfisins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“ Séu ráðamenn hleraðir má giska á að útkoman úr starfinu verði tillaga að einhvers konar „afglæpavæðingu“. Þótt það sé jákvætt skref í sjálfu sér skapar það auðvitað mjög undarlegt réttarástand. Hvernig væri ef menn hefðu ekki afnumið áfengisbannið á sínum tíma heldur sagt: „Það er ekki bannað að eiga áfengi og ekki bannað að drekka það, en það er bannað að framleiða það, flytja inn og selja?“ Hvaða áhrif hefði það haft á markaðinn? Það er í raun til merkis um áframhaldandi friðþægingu að vilja leyfa fólki að neyta ákveðinna eiturlyfja en vísa mönnum í undirheima ef þeir vilja útvega sér þau. Þá er lögleiðing og há verðlagning miklu skynsamlegri leið til að lágmarka skaðann sem hlýst af neyslu þeirra. Nokkur fylki Bandaríkjanna lögleiddu notkun kannabis í afþreyingarskyni í vikunni. Þótt einhverjum þyki það kannski of stórt skref að stíga í einu er það skref sem ætti að hugleiða. Eða eigum við kannski að bíða með það í fimm ár? Eigum við að halda áfram að eyðileggja líf ungs, óheppins fólks meðan samfélagið meltir þetta? Sumir vilja að ríkið banni sum eiturlyf til að senda skilaboð. Ef ríkið vill „senda skilaboð“ þá getur það prentað plakat. Að setja fólk á sakaskrá með þeim afleiðingum að ferðafrelsi þess skerðist er miklu meira en skilaboð.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun