Ég veit að mamma grætur á jólunum 1. nóvember 2014 00:01 Það er frostbitur desember dagur fyrir 24 árum. Norðanþræsingur þeytir snjórenningi niður Strandgötuna á Akureyri. Þótt skammdegismyrkrið sé alrátt er mér nokkuð létt í sinni. Ég er að bíða eftir jólablaði þess vikublaðs er ég veiti forstöðu og því innan fárra daga verð ég komin heim í kyrrð dalsins míns ! Brátt rennur sendibíll prentsmiðjunnar að gangstéttinni og í sömu mund kemur drengurinn hann Nonni, sem ber út blaðið í miðbæinn . Ég tek fljótt eftir því að Nonni er ekki eins og hann á að sér að vera, glaður og hressilegur. Nú minnir hann frekar á gamlan mann, álútan og svifaseinan, líkt og þung byrði sé á herðum hans sem hann er nær kominn að kikna undan. Óbeðinn hjálpar hann mér að bera blöðin upp í skrifstofuna og fer síðan þegjandi að telja þau blöð er komu í hans hlut að bera út. Ég fylgdist áhyggjufullur með þessum 10 ára vini mínum og fann til löngunar að nálgast hann, vita hvað þjáði hann ef ske kynni að ég gæti úr bætt. Mér fannst ég ekki geta séð á eftir honum út í myrkrið svona á sig kominn. Til að tefja tímann svolítið á meðan ég væri að átta mig á hvað gera skyldi, spurði ég hann hvort hann vildi hjálpa mér að telja blöðin til hinna krakkanna. Hann kinkaði kolli og án orða fór hann að telja er ég fékk honum lista yfir nöfn krakkanna og tölu þeirra fjölda blaða er hvert þeirra átti að fá. Til að reyna að rjúfa þagnarmúrinn milli okkar spurði ég í hálfgerðum vandræðum; "Hlakkar þig til jólanna?" Svar hans; "nei," var kalt og hranalegt. "Hvers vegna ekki?" spurði ég og var kominn í hálfgerða varnarstöðu. "Ég veit að mamma fer að gráta eins og á jólunum í fyrra ". "Hvers vegna?" hraut af vörum mér. Það kom andartaks hik á drenginn en svo kom svarið og tóntegundin var hin sama hörð og næstum hatursfull. " Þig varðar ekkert um það". Með þessu svari fannst mér Nonni hafa mátað mig gersamlega. Við erum búnir að telja blöðin. Snögglega stendur drengurinn á fætur og býst til ferðar, grípur sinn blaðabunka og snýr til dyra. Þegjandi legg ég peningana í lófa hans . Ég finn að hönd hans er ísköld og hann skelfur. Eitthvað innra með mér mótmælir því að ég láti drenginn svona á sig kominn fara frá mér út í nepjuna og myrkrið. Hugdettu skýtur upp í kollinum "Heyrðu Nonni minn. Viltu ekki hjálpa mér að keyra út blaðinu svo ég verði fljótari?" Og útskýri hálf flaumósa hvernig hann geti flýtt fyrir, að ég beri blöðin úr bílnum til krakkanna en hann verði með peningaumslögin til þeirra. Hann hikar litla stund en kinkar síðan kolli, sem ég tók sem jáyrði við bæn minni. "En viltu ekki hringja heim fyrst og segja mömmu þinni að þér seinki vegna þess að þú sért að hjálpa mér?" spyr ég. "Mamma er ekki heima hún er að skúra," segir hann. "En pabbi þinn. Er hann ekki kominn heim úr ...." Ég sé strax að við þessa spurningu mína þyngist byrðin til muna á ungum herðum hans. Hann lútir höfði og drjúglöng þögn hefur völdin. En svo kemur svarið kreist út á milli samanbitinna tanna : "Pabbi er fullur einhverstaðar fyrir sunnan." Síðan koma nokkur ekkasog og á eftir þrúgandi þögn. Ég spyr ekki meir en legg hönd yfir axlir hans og teygi mig í símann og hringi á leigubíl. Svo hjálpumst við án orða að bera blöðin niður stigann. Brátt flautar bíll fyrir utan innan stundar erum við lagðir af stað. Við þurfum að koma við á átta stöðum víðsvegar um bæinn. Ég afhendi krökkunum blöðin en Nonni bréfin eins og um var samið. Ég óska börnunum gleðilegra jóla og taka þau glaðlega undir, en litli ferðafélaginn minn var þögull sem gröfin. Eftir rúman hálftíma erum við aftur komnir niður í Strandgötu. Við göngum hlið við hlið upp stigann að skrifstofunni og nú var aðeins eftir að bera blöðin hans Nonna út í miðbæinn. "Jæja Nonni. Nú hjálpa ég þér við við útburðinn," segi ég hressilega. "En fyrst fáum við okkur eitthvað í svanginn". Á leið okkar um bæinn hafði ég keypt nokkrar pylsur og kók í sjoppu er leið okkar lá framhjá. Yfir andlit hans færðist dauft bros. Keyptirðu þetta handa mér?" spurði hann og það var furða í rödd hans. "Handa okkur báðum. Þeir sem vinna þurfa að borða karl minn" er svar mitt. Ég fann gleðitilfinningu fara um mig. Skyldi mér auðnast að rjúfa þagnarmúrinn sem hann varði sig með? Að loknum snæðingi hófum við blaðburðinn og mér fannst hann ekki eins þungstígur og áður er hann gekk niður stigann. Líkt og byrðin á herðum hans hefði örlítið lést. Úti var enn napurt og renningskóf og án andmæla leyfði hann mér að draga loðfóðraða hanska á hendur hans. Við tókum á sprett undan kófinu og gekk blaðburðurinn hratt og vel fyrir sig og innan stundar vorum við aftur komnir heim á skrifstofukompuna. Ég sá að bragði að það þyrmdi aftur yfir félaga minn og með óstyrkri hendi seildist hann eftir umslaginu sínu. Ég vildi ekki sleppa honum strax. Þrá mín til að vinna traust hans varð æ heitari. "Hvíldu þig aðeins áður en þú ferð út í kuldann á ný". Hann settist þegjandi eins og hann væri bíða einhvers. Vænti hann kannski hjálpar frá mér? Ég fann til vanmáttar. Var ég þess megnugur að lyfta okinu af herðum hins unga drengs og svartnættinu úr sál hans? Þögnin í litlu skrifstofunni var orðin löng og þrúgandi. En allt í einu fannst mér birta til, mér fannst ég finna til nálægðar móður minnar og sem í leiðslu hvíslaði ég til drengsins "Kanntu að biðja , Nonni?" Hann hrökk við og við horfðumst í augu og svo kom svar hans. "Já mamma og pabbi kenndu mér það." Hálf feiminn spyr ég aftur; "Viltu biðja með mér um að mamma þín þurfi ekki að gráta um jólin og að pabbi þinn komi heim og öðlist þrek til að hætta að drekka?" Hann stóð hikandi upp og rétti mér höndina og hlið við hlið krupum við niður við borðið. Einhver ósegjanlegur friður gagntók mig og ég skynjaði einnig að hinn ungi vinur minn var einnig á valdi heitra tilfinninga. Hve lengi við krupum og báðum veit ég eigi en er við stóðum upp kom Nonni í fang mér og tár sem tærar perlur runnu niður vanga hans. Ég leyfði honum að gráta og strauk sem annars hugar ljósu lokkana á kolli hans. Nokkru síðar vorum við aftur komnir út í hríðarkófið og leiddumst hönd í hönd uns við vorum komnir heim til hans. Við kvöddumst á tröppunum en um leið og hann opnaði hurðina hvíslaði hann í eyra mér í barnslegri einlægni: "Ég ætla að biðja mömmu líka að biðja með mér áður en við förum að hátta." Að svo búnu lokaði hann hurðinni hljóðlega á eftir sér. Á leiðinni til baka fóru efsasemdir að sækja að mér. Hafði ég raunverulega gert rétt með framkomu minni ? Hafði ég ekki vakið falsvonir í huga drengsins - og því yrði sársaukinn enn óvægnari er hann stæði frammi fyrir því að bænastund okkar saman var aðeins haldlaust hjóm og blekking - en samt þetta kvöld ríkti friður innra með mér og ég sofnaði óvenju fljótt er ég hallaði mér á koddann. Daginn fyrir Þorláksmessu var för mín ákveðin heim í dalinn. Dálítið annars hugar var ég að taka nokkurt dót saman til fararinar. Dagana á undan hafði ég oft verið kominn að því að hringja heim til Nonna , en ávallt brostið kjarkur. Ég lít á úrið og sá að aðeins var klukkutími uns rútan leggði af stað til Dalvíkur. Ég geng um gólf til að drepa tímann. Ég hrekk við er bankað er að dyrum í flýti opna ég. Fyrir utan stendur Nonni og heldur í hönd manns sem er mér ókunnur. "Þetta er pabbi " hrópar drengurinn. " Hann er kominn heim " og augu vinar míns geisluðu af gleði - "og hann er hættur að drekka" bætir hann við og hleypur í fang mér ör og kátur. Faðir hans réttir fram höndina og handtak hans er fast og hlýtt . Ég horfi í augu hans. Þau eru að vísu döpur en samt finnst mér örlítil geislablik gefa þeim líf . Þeir feðgar hjálpa mér með dótið á brottfararstað rútunnar. Á þeirri göngu eru þeir hinir sterku að mér finnst, en ég hinn veikburða. Oft varð mér hugsað til Nonna yfir jólin. Skyldi faðir hans standast ofurvald vínguðsins? Ótti og von toguðust á í huga mér. Á leiðinni til Akureyrar að jólaleyfi loknu ákvað ég að það skyldi verða mitt fyrsta verk er ég kæmi í bæinn að hringja í Nonna. Er ég dró upp lykillinn að skrifstofunni blasti við mér hvítt blað límt á hurðina og þar gaf að lesa Sigurjón komdu í kaffi strax og þú kemur í bæinn og undir orðsendingunni stóð með stórum stöfum NONNI. Ég mun aldrei gelyma því heimboði. Ást, friður og hamingja ríkti í litla húsinu. Faðir Nonna var kominn í fasta vinnu og stóð sem sigurvegari í glímunni við Bakkus konung. Allan þennan vetur og næsta sumar var ég hálfgerður heimagangur hjá Nonna og foreldrum hans. Þau góðu kynni veittu mér oft frið og hvíld frá erli starfsins. En að haustdögum rofnuðu að mestu tengslin. Ég hætti blaðamennsku og nokkru síðar flutti fjölskyldan í annan landshluta. Nú eru báðir foreldrar Nonna dánir en hann virtur kennari á höfuðborgarsvæðinu. Það var eitt sinn ætlun mín að skrifa ævisögu móður minnar og vorum við bæði búin að leggja nokkur drög að henni - og nafn bókarinnar var löngu ákveðið. Bænin var minn styrkur, það var nafnið. En snöggt og óvænt var mamma kölluð á braut og því bókin um hana óskráð. Þessi minningarbrot vil ég henni og lífssögu hennar, sem vörðuð var af kjarki, mildi og kærleika og síðast en ekki síst af æðri trú og hndleiðslu. Senn líður enn að jólum, fæðingarhátíðar mannvinarins mikla. Það er einlæg bæn mín og von að ekkert barn kvíði komu jólanna altekið ótta um að mamma þess gráti um jólin. Ég bið þess að sjúkir, syrgjendur og þeir sem einmana reika öðlist styrk, frið og hvíld, frá þeim er fórnaði lífi sínu í baráttunni geng grimmd og hatri. Reynum að vera boðberar kærleikans. Minnist þess að jafnvel þétt handtak og hlýtt bros getur varpað ljósi inn í myrkvaða sál. Ég óska lesendum hvíldar og friðar um heilög jól. höf: Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð í Skíðadal Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Lystaukandi forréttir Jól
Það er frostbitur desember dagur fyrir 24 árum. Norðanþræsingur þeytir snjórenningi niður Strandgötuna á Akureyri. Þótt skammdegismyrkrið sé alrátt er mér nokkuð létt í sinni. Ég er að bíða eftir jólablaði þess vikublaðs er ég veiti forstöðu og því innan fárra daga verð ég komin heim í kyrrð dalsins míns ! Brátt rennur sendibíll prentsmiðjunnar að gangstéttinni og í sömu mund kemur drengurinn hann Nonni, sem ber út blaðið í miðbæinn . Ég tek fljótt eftir því að Nonni er ekki eins og hann á að sér að vera, glaður og hressilegur. Nú minnir hann frekar á gamlan mann, álútan og svifaseinan, líkt og þung byrði sé á herðum hans sem hann er nær kominn að kikna undan. Óbeðinn hjálpar hann mér að bera blöðin upp í skrifstofuna og fer síðan þegjandi að telja þau blöð er komu í hans hlut að bera út. Ég fylgdist áhyggjufullur með þessum 10 ára vini mínum og fann til löngunar að nálgast hann, vita hvað þjáði hann ef ske kynni að ég gæti úr bætt. Mér fannst ég ekki geta séð á eftir honum út í myrkrið svona á sig kominn. Til að tefja tímann svolítið á meðan ég væri að átta mig á hvað gera skyldi, spurði ég hann hvort hann vildi hjálpa mér að telja blöðin til hinna krakkanna. Hann kinkaði kolli og án orða fór hann að telja er ég fékk honum lista yfir nöfn krakkanna og tölu þeirra fjölda blaða er hvert þeirra átti að fá. Til að reyna að rjúfa þagnarmúrinn milli okkar spurði ég í hálfgerðum vandræðum; "Hlakkar þig til jólanna?" Svar hans; "nei," var kalt og hranalegt. "Hvers vegna ekki?" spurði ég og var kominn í hálfgerða varnarstöðu. "Ég veit að mamma fer að gráta eins og á jólunum í fyrra ". "Hvers vegna?" hraut af vörum mér. Það kom andartaks hik á drenginn en svo kom svarið og tóntegundin var hin sama hörð og næstum hatursfull. " Þig varðar ekkert um það". Með þessu svari fannst mér Nonni hafa mátað mig gersamlega. Við erum búnir að telja blöðin. Snögglega stendur drengurinn á fætur og býst til ferðar, grípur sinn blaðabunka og snýr til dyra. Þegjandi legg ég peningana í lófa hans . Ég finn að hönd hans er ísköld og hann skelfur. Eitthvað innra með mér mótmælir því að ég láti drenginn svona á sig kominn fara frá mér út í nepjuna og myrkrið. Hugdettu skýtur upp í kollinum "Heyrðu Nonni minn. Viltu ekki hjálpa mér að keyra út blaðinu svo ég verði fljótari?" Og útskýri hálf flaumósa hvernig hann geti flýtt fyrir, að ég beri blöðin úr bílnum til krakkanna en hann verði með peningaumslögin til þeirra. Hann hikar litla stund en kinkar síðan kolli, sem ég tók sem jáyrði við bæn minni. "En viltu ekki hringja heim fyrst og segja mömmu þinni að þér seinki vegna þess að þú sért að hjálpa mér?" spyr ég. "Mamma er ekki heima hún er að skúra," segir hann. "En pabbi þinn. Er hann ekki kominn heim úr ...." Ég sé strax að við þessa spurningu mína þyngist byrðin til muna á ungum herðum hans. Hann lútir höfði og drjúglöng þögn hefur völdin. En svo kemur svarið kreist út á milli samanbitinna tanna : "Pabbi er fullur einhverstaðar fyrir sunnan." Síðan koma nokkur ekkasog og á eftir þrúgandi þögn. Ég spyr ekki meir en legg hönd yfir axlir hans og teygi mig í símann og hringi á leigubíl. Svo hjálpumst við án orða að bera blöðin niður stigann. Brátt flautar bíll fyrir utan innan stundar erum við lagðir af stað. Við þurfum að koma við á átta stöðum víðsvegar um bæinn. Ég afhendi krökkunum blöðin en Nonni bréfin eins og um var samið. Ég óska börnunum gleðilegra jóla og taka þau glaðlega undir, en litli ferðafélaginn minn var þögull sem gröfin. Eftir rúman hálftíma erum við aftur komnir niður í Strandgötu. Við göngum hlið við hlið upp stigann að skrifstofunni og nú var aðeins eftir að bera blöðin hans Nonna út í miðbæinn. "Jæja Nonni. Nú hjálpa ég þér við við útburðinn," segi ég hressilega. "En fyrst fáum við okkur eitthvað í svanginn". Á leið okkar um bæinn hafði ég keypt nokkrar pylsur og kók í sjoppu er leið okkar lá framhjá. Yfir andlit hans færðist dauft bros. Keyptirðu þetta handa mér?" spurði hann og það var furða í rödd hans. "Handa okkur báðum. Þeir sem vinna þurfa að borða karl minn" er svar mitt. Ég fann gleðitilfinningu fara um mig. Skyldi mér auðnast að rjúfa þagnarmúrinn sem hann varði sig með? Að loknum snæðingi hófum við blaðburðinn og mér fannst hann ekki eins þungstígur og áður er hann gekk niður stigann. Líkt og byrðin á herðum hans hefði örlítið lést. Úti var enn napurt og renningskóf og án andmæla leyfði hann mér að draga loðfóðraða hanska á hendur hans. Við tókum á sprett undan kófinu og gekk blaðburðurinn hratt og vel fyrir sig og innan stundar vorum við aftur komnir heim á skrifstofukompuna. Ég sá að bragði að það þyrmdi aftur yfir félaga minn og með óstyrkri hendi seildist hann eftir umslaginu sínu. Ég vildi ekki sleppa honum strax. Þrá mín til að vinna traust hans varð æ heitari. "Hvíldu þig aðeins áður en þú ferð út í kuldann á ný". Hann settist þegjandi eins og hann væri bíða einhvers. Vænti hann kannski hjálpar frá mér? Ég fann til vanmáttar. Var ég þess megnugur að lyfta okinu af herðum hins unga drengs og svartnættinu úr sál hans? Þögnin í litlu skrifstofunni var orðin löng og þrúgandi. En allt í einu fannst mér birta til, mér fannst ég finna til nálægðar móður minnar og sem í leiðslu hvíslaði ég til drengsins "Kanntu að biðja , Nonni?" Hann hrökk við og við horfðumst í augu og svo kom svar hans. "Já mamma og pabbi kenndu mér það." Hálf feiminn spyr ég aftur; "Viltu biðja með mér um að mamma þín þurfi ekki að gráta um jólin og að pabbi þinn komi heim og öðlist þrek til að hætta að drekka?" Hann stóð hikandi upp og rétti mér höndina og hlið við hlið krupum við niður við borðið. Einhver ósegjanlegur friður gagntók mig og ég skynjaði einnig að hinn ungi vinur minn var einnig á valdi heitra tilfinninga. Hve lengi við krupum og báðum veit ég eigi en er við stóðum upp kom Nonni í fang mér og tár sem tærar perlur runnu niður vanga hans. Ég leyfði honum að gráta og strauk sem annars hugar ljósu lokkana á kolli hans. Nokkru síðar vorum við aftur komnir út í hríðarkófið og leiddumst hönd í hönd uns við vorum komnir heim til hans. Við kvöddumst á tröppunum en um leið og hann opnaði hurðina hvíslaði hann í eyra mér í barnslegri einlægni: "Ég ætla að biðja mömmu líka að biðja með mér áður en við förum að hátta." Að svo búnu lokaði hann hurðinni hljóðlega á eftir sér. Á leiðinni til baka fóru efsasemdir að sækja að mér. Hafði ég raunverulega gert rétt með framkomu minni ? Hafði ég ekki vakið falsvonir í huga drengsins - og því yrði sársaukinn enn óvægnari er hann stæði frammi fyrir því að bænastund okkar saman var aðeins haldlaust hjóm og blekking - en samt þetta kvöld ríkti friður innra með mér og ég sofnaði óvenju fljótt er ég hallaði mér á koddann. Daginn fyrir Þorláksmessu var för mín ákveðin heim í dalinn. Dálítið annars hugar var ég að taka nokkurt dót saman til fararinar. Dagana á undan hafði ég oft verið kominn að því að hringja heim til Nonna , en ávallt brostið kjarkur. Ég lít á úrið og sá að aðeins var klukkutími uns rútan leggði af stað til Dalvíkur. Ég geng um gólf til að drepa tímann. Ég hrekk við er bankað er að dyrum í flýti opna ég. Fyrir utan stendur Nonni og heldur í hönd manns sem er mér ókunnur. "Þetta er pabbi " hrópar drengurinn. " Hann er kominn heim " og augu vinar míns geisluðu af gleði - "og hann er hættur að drekka" bætir hann við og hleypur í fang mér ör og kátur. Faðir hans réttir fram höndina og handtak hans er fast og hlýtt . Ég horfi í augu hans. Þau eru að vísu döpur en samt finnst mér örlítil geislablik gefa þeim líf . Þeir feðgar hjálpa mér með dótið á brottfararstað rútunnar. Á þeirri göngu eru þeir hinir sterku að mér finnst, en ég hinn veikburða. Oft varð mér hugsað til Nonna yfir jólin. Skyldi faðir hans standast ofurvald vínguðsins? Ótti og von toguðust á í huga mér. Á leiðinni til Akureyrar að jólaleyfi loknu ákvað ég að það skyldi verða mitt fyrsta verk er ég kæmi í bæinn að hringja í Nonna. Er ég dró upp lykillinn að skrifstofunni blasti við mér hvítt blað límt á hurðina og þar gaf að lesa Sigurjón komdu í kaffi strax og þú kemur í bæinn og undir orðsendingunni stóð með stórum stöfum NONNI. Ég mun aldrei gelyma því heimboði. Ást, friður og hamingja ríkti í litla húsinu. Faðir Nonna var kominn í fasta vinnu og stóð sem sigurvegari í glímunni við Bakkus konung. Allan þennan vetur og næsta sumar var ég hálfgerður heimagangur hjá Nonna og foreldrum hans. Þau góðu kynni veittu mér oft frið og hvíld frá erli starfsins. En að haustdögum rofnuðu að mestu tengslin. Ég hætti blaðamennsku og nokkru síðar flutti fjölskyldan í annan landshluta. Nú eru báðir foreldrar Nonna dánir en hann virtur kennari á höfuðborgarsvæðinu. Það var eitt sinn ætlun mín að skrifa ævisögu móður minnar og vorum við bæði búin að leggja nokkur drög að henni - og nafn bókarinnar var löngu ákveðið. Bænin var minn styrkur, það var nafnið. En snöggt og óvænt var mamma kölluð á braut og því bókin um hana óskráð. Þessi minningarbrot vil ég henni og lífssögu hennar, sem vörðuð var af kjarki, mildi og kærleika og síðast en ekki síst af æðri trú og hndleiðslu. Senn líður enn að jólum, fæðingarhátíðar mannvinarins mikla. Það er einlæg bæn mín og von að ekkert barn kvíði komu jólanna altekið ótta um að mamma þess gráti um jólin. Ég bið þess að sjúkir, syrgjendur og þeir sem einmana reika öðlist styrk, frið og hvíld, frá þeim er fórnaði lífi sínu í baráttunni geng grimmd og hatri. Reynum að vera boðberar kærleikans. Minnist þess að jafnvel þétt handtak og hlýtt bros getur varpað ljósi inn í myrkvaða sál. Ég óska lesendum hvíldar og friðar um heilög jól. höf: Sigurjón Jóhannsson frá Hlíð í Skíðadal
Jól Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Fagurkeri með fastmótaðar hefðir Jól Lystaukandi forréttir Jól