Jólanótt í Kasthvammi 1. nóvember 2014 00:01 Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanætur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur. En þriðju jólanótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvern umgang frammi í bænum; þá slökkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist þruskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti. Þegar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óútsegjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk). Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest að leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók frá krásaborðinu. Öðruvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silkikast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju. Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól
Það skeði einhverju sinni að Hvammi í Laxárdal á þeim tímum sem messur tíðkuðust á jólanætur að maður sem heima var þar eftir hvarf á jólanótt, og fór svo tvær jólanætur. En þriðju jólanótt vildi enginn vera heima nema einn sem bauð sig fram til þess. Þegar nú fólkið var í burtu farið tók hann sér góða bók og las í henni þar til hann heyrði einhvern umgang frammi í bænum; þá slökkur hann ljósið og getur troðið sér milli þils og veggjar. Síðan færist þruskið inn að baðstofunni og gjörist nú æ ógnarlegra, skraf og háreysti. Þegar það er komið inn í baðstofu gaufar það í hvert horn og verður þá glaðværð mikil er það kemst að raun um að enginn muni vera heima. Kveikir það þá ljós, setur borð á mitt gólf, breiðir á dúk og ber á alls konar skrautbúnað og óútsegjanlegar dýrindiskrásir. Þegar best stóð nú á borðhaldinu stökk maðurinn undan þilinu og þá tók huldufólkið fjarskalegt viðbragð undan borðum út, og út og upp á heiði og beina stefnu að Nykursskál (það er stór kvos sunnan og austan í Geitafellshnjúk). Þetta fer maðurinn allt á eftir, en þarna hverfur honum fólkið í klappir. En hann fer heim og sest að leifunum á borðinu, og bar ekki á neinu illu á jólanætur upp frá því. Eftir þetta var bærinn kallaður Kasthvammur af því ógnarlega kasti sem huldufólkið tók frá krásaborðinu. Öðruvísi segja aðrir: Þegar fólkið stóð frá borðinu varð á eftir madama nokkur tigugleg. Hún hafði yfir sér grænt silkikast og náði maðurinn í það og reif úr því eða konan kastaði því af sér, og fyrir þetta er bærinn kallaður Kasthvammur. Silki þetta var lengi síðan brúkað fyrir altarisklæði í Þverárkirkju.
Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jólalag dagsins: Hátíð í bæ með Hauki Heiðari í Diktu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 4. desember Jól Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Verður ekki mikið vör við jólahátíðina Jól Bjart er yfir Betlehem Jól Maður varð að fá bragð af Íslandi Jól Smáréttir sem gleðja bragðlaukana Jól Les jólakveðjurnar í síðasta sinn Jól