Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Spjót standa á Sigríði Björku Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna fyrri starfa hennar sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fréttablaðið/GVA „Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við. Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
„Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við.
Lekamálið Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira