Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Spjót standa á Sigríði Björku Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna fyrri starfa hennar sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fréttablaðið/GVA „Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við. Lekamálið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
„Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við.
Lekamálið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira