Náttúran inni í stofu Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 9. desember 2014 10:00 Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, þar sem Steinar vinnur, fer fram í Þöll við Kaldárselsveg í desember. GVA Steinar Björgvinsson, blómaskreytir og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar, kemst í skreytingagírinn fyrir jólin og býr til fallegt jólaskraut úr náttúrulegu efni. „Ég vinn í skóginum, með gróður allan ársins hring, aðallega við plöntuuppeldi. Það er því spennandi að nota þennan efnivið til skreytingagerðar. Ég hef verið alveg á hinum endanum þegar ég vann í blómabúð þar sem jólin voru bleik, bleikar fjaðrir og mikið glimmer í öllu sem ég gerði,“ segir Steinar og brosir.Víðir og hyrnir eru hér notaðir í keilu sem er svo bundin saman með vír fyrir neðan toppinn.„Fyrir þá sem eru í blómabransanum geta jólin verið svolítið kvíðvænlegur tími sökum mikils vinnuálags en ég finn ekki jafn mikið fyrir því hér í skóginum. Nú nýt ég þessa tíma meira. Eitt af því skemmtilegasta við jólin er að fara með skreytingar eins og kransa og borðskreytingar eða bara greinar og köngla inn í hús. Við þörfnumst náttúrunnar. Hún veitir vellíðan. Því færum við hana inn í híbýli okkar.” Ekki of mikið skraut„Ég held að það sé ágætt húsráð að skreyta með nokkrum fallegum hlutum, það þarf ekki að vera mikið skraut eða úti um allt. Nokkrir fallegir handgerðir hlutir eða lifandi blóm. Ég nota mikið köngla en þeir eru aukaafurð í plöntuframleiðslunni, en þegar búið er að hrista fræið úr þeim fæ ég þá í hendur. Einnig nota ég mikið alls kyns greinar aðallega sígrænar eins og furu, þin, og eini,“ segir Steinar.Skreytingarnar geta lifað lengi Uppistaðan í jólaskreytingum Steinars er efni úr náttúrunni og garðinum. „Í raun er það alltaf náttúran sem er fyrirmynd að þeim skreytingum sem ég geri á einn eða annan hátt,“ segir hann. Í bæði blómapottunum og körfunum er blómafrauð (oasis). Það drekkur í sig vatn, það er skorið til og stungið í það greinum, blöðum, blómum og öðru því sem fólki dettur í hug. Svo þarf að vökva reglulega. Greinarnar og annað grænt efni geta þannig lifað vikum saman og jafnvel lengur. Svo má skipta blómum út ef fólk vill hafa þau með. Uppistaðan í mörgum náttúruskreytingum eru könglar, mosi, og sígrænar greinar, sérstaklega í krönsunum. „Í borðskreytingarnar nota ég mikið eini og sortulyng sem vex villt í íslenskri náttúru, einnig víði, hyrni (Cornus), furu, kristþyrni, mosa og alls kyns laufblöð. Svo er gaman að hafa smá glingur með til að fá glans en mikið af náttúruefninu er matt,“ segir Steinar. Hann biður fólk um að muna að ganga vel um náttúruna og taka bara hóflega af hverri plöntu og á hverjum stað. Jól Mest lesið Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Millisterkt lakkríssinnep Jól
Steinar Björgvinsson, blómaskreytir og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar, kemst í skreytingagírinn fyrir jólin og býr til fallegt jólaskraut úr náttúrulegu efni. „Ég vinn í skóginum, með gróður allan ársins hring, aðallega við plöntuuppeldi. Það er því spennandi að nota þennan efnivið til skreytingagerðar. Ég hef verið alveg á hinum endanum þegar ég vann í blómabúð þar sem jólin voru bleik, bleikar fjaðrir og mikið glimmer í öllu sem ég gerði,“ segir Steinar og brosir.Víðir og hyrnir eru hér notaðir í keilu sem er svo bundin saman með vír fyrir neðan toppinn.„Fyrir þá sem eru í blómabransanum geta jólin verið svolítið kvíðvænlegur tími sökum mikils vinnuálags en ég finn ekki jafn mikið fyrir því hér í skóginum. Nú nýt ég þessa tíma meira. Eitt af því skemmtilegasta við jólin er að fara með skreytingar eins og kransa og borðskreytingar eða bara greinar og köngla inn í hús. Við þörfnumst náttúrunnar. Hún veitir vellíðan. Því færum við hana inn í híbýli okkar.” Ekki of mikið skraut„Ég held að það sé ágætt húsráð að skreyta með nokkrum fallegum hlutum, það þarf ekki að vera mikið skraut eða úti um allt. Nokkrir fallegir handgerðir hlutir eða lifandi blóm. Ég nota mikið köngla en þeir eru aukaafurð í plöntuframleiðslunni, en þegar búið er að hrista fræið úr þeim fæ ég þá í hendur. Einnig nota ég mikið alls kyns greinar aðallega sígrænar eins og furu, þin, og eini,“ segir Steinar.Skreytingarnar geta lifað lengi Uppistaðan í jólaskreytingum Steinars er efni úr náttúrunni og garðinum. „Í raun er það alltaf náttúran sem er fyrirmynd að þeim skreytingum sem ég geri á einn eða annan hátt,“ segir hann. Í bæði blómapottunum og körfunum er blómafrauð (oasis). Það drekkur í sig vatn, það er skorið til og stungið í það greinum, blöðum, blómum og öðru því sem fólki dettur í hug. Svo þarf að vökva reglulega. Greinarnar og annað grænt efni geta þannig lifað vikum saman og jafnvel lengur. Svo má skipta blómum út ef fólk vill hafa þau með. Uppistaðan í mörgum náttúruskreytingum eru könglar, mosi, og sígrænar greinar, sérstaklega í krönsunum. „Í borðskreytingarnar nota ég mikið eini og sortulyng sem vex villt í íslenskri náttúru, einnig víði, hyrni (Cornus), furu, kristþyrni, mosa og alls kyns laufblöð. Svo er gaman að hafa smá glingur með til að fá glans en mikið af náttúruefninu er matt,“ segir Steinar. Hann biður fólk um að muna að ganga vel um náttúruna og taka bara hóflega af hverri plöntu og á hverjum stað.
Jól Mest lesið Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Jólaballinu útvarpað Jólin Svo gaman að gleðja börnin Jól Skreytir tíundu jólin í röð Jól Súkkulaðikransatoppar Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Ágreiningur um eðli jóla Jól Jólaþorpið opnað í næstu viku Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Millisterkt lakkríssinnep Jól