Verða skotbræðurnir stöðvaðir í NBA-deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2014 06:30 Curry og Thompson eru í öflugu landsliði Bandaríkjanna. Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Skotbræðurnir í Golden State Warriors eru og hafa verið heitasta bakvarðaparið í NBA-deildinni undanfarin ár og þeir eru báðir svo miklar skyttur að það er fyrir löngu búið að líma á þá gælunafnið „The Splash Brothers“. Þriðja tímabilið í röð eru þeir báðir að hækka stigaskor sitt og með sama áframhaldi munu þeir stimpla sig inn í hóp áhugaverðustu bakvarðapara allra tíma. Stephen Curry er tveimur árum eldri (26 ára) og var valinn sjöundi af Golden State í nýliðavalinu 2009. Klay Thompson er fæddur 1990 og var valinn ellefti í nýliðavalinu 2011. Báðir spiluðu þeir þrjú ár í háskóla, Curry með Davidson og Thompson með Washington State. Stephen Curry hefur jafnan fengið meiri athygli enda verðandi súperstjarna í deildinni en það er ekki minna spunnið í félaga hans í bakvarðasveitinni.Ætluðu að skipta á Klay og Love Í sumar stefndi í það að leiðir væri að skilja hjá þeim Stephen Curry og Klay Thompson þar sem Golden State Warriors var að bjóða Klay Thompson í skiptum fyrir Kevin Love. Ekkert varð af því enda fór Love á endanum til Cleveland Cavaliers. Klay Thompson sýndi mikinn andlegan styrk, lét það alveg eiga sig að fara í fýlu og mætti þess í stað inn í nýtt tímabil með hárrétt hugarfar. Hann var tilbúinn að taka næsta skref og sanna mikilvægi sitt enn frekar innan Golden State-liðsins. Sumarið var nýtt vel en Stephen Curry og Klay Thompson hjálpuðu þá Bandaríkjamönnum að vinna gull á HM í körfu á Spáni í september. Þeir voru báðir með meira en tíu stig að meðaltali í leik og Klay Thompson skoraði meira. Það hafði heldur ekki slæm áhrif á þessa frábæru skotmenn að Steve Kerr tæki við þjálfun liðsins. Steve Kerr var einn þekktasti skotmaður NBA-deildarinnar á níunda og tíunda áratugnum auk þess að vera margfaldur NBA-meistari með Chicago Bulls og San Antonio Spurs. Golden State Warriors hefur byrjað tímabilið frábærlega undir stjórn Kerr en liðið er á sjö leikja sigurgöngu og hefur unnið 12 af 14 leikjum tímabilsins. Skotbræðurnir eru að skora 45,9 stig að meðtaltali í leik eða rúmum þremur stigum meira í leik en á síðasta tímabili.Enginn með fleiri þrista Stephen Curry er sem stendur fimmti stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar með 24,2 stig í leik og Klay Thompson er aðeins þremur sætum neðar með 21,7 stig í leik. Enginn leikmaður deildarinnar hefur skorað fleiri þrista en Curry (3,5 í leik) og aðeins fjórir hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en Klay Thompson. Með öðrum orðum það má ekki skilja þessa tvo eftir fría. Klay Thompson er ekki aðeins að skora meira því hann er einnig að hækka alla helstu tölfræðina hjá sér og er sem dæmi farinn að gefa 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik eða heilli stoðsendingu meira en á síðasta tímabili. Stephen Curry er ekki aðeins frábær skytta því hann er einnig afbragsleikstjórnandi með 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í raun hefur hann verið í algjörum sérflokki í 30/15-leikjum í NBA-deildinni undanfarin tvö tímabil en það eru leikir með 30 stigum eða meira og 15 stoðsendingum eða meira. Curry hefur náð fimm slíkum ofurleikjum á þessum tíma en restin af deildinni er með fjóra slíka samanlagt.Vísir/GettyThompson efstur í plús og mínus Það er helst varnarleikurinn sem er ekki sterkasta hlið Stephens Curry en þar fær Klay Thompson hins vegar fína einkunn. Thompson hefur líka þróað leik sinn enn frekar í vetur og að keyra á körfuna með mjög góðum árangri. Það munar líka mikið um að hafa Thompson inni á vellinum enda er hann efstur í deildinni í Plús og mínus því Golden State er að vinna með 18,5 stigum að meðaltali þegar hann er einn á vellinum. Stephen Curry er reyndar ekki langt undan enda kemur hann næstur honum í öðru sætinu. Golden State er þessa stundina með þriðja besta sigurhlutfallið í deildinni á eftir Memphis Grizzlies og Toronto Raptors. Tapleikirnir eru tveir og þeir komu með tveggja daga millibili í byrjun nóvember á móti Phoenix Suns og San Antonio Spurs. Framhaldið verður mjög spennandi. Golden State hefur komist í úrslitakeppnina undanfarin tvö tímabil en vann aðeins eina seríu (1. umferð á móti Denver 2013) samanlagt bæði árin. Skotbræðurnir bjóða upp á góða skemmtun í hverjum leik (fastagestir á TNT á fimmtudögum í desember) en það á enn eftir að koma í ljós hvort þeir geta skotið liði sínu eitthvað lengra í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum