Skýjum ofar snýr aftur með teknójólaball Þórður Ingi Jónsson skrifar 9. desember 2014 09:30 Arnþór Snær Sævarsson og Eldar Ástþórsson stjórnuðu útvarpsþættinum Skýjum oftar frá 1996 til 2001. fréttablaðið/valli „Þetta gerist náttúrulega ekki á hverjum degi að við sláum upp svona balli en jólin mega náttúrulega ekki bara snúast um verslun og yfirdrátt, það verður líka að sinna líkama og sál,“ segir Eldar Ástþórsson. Hann stjórnaði útvarpsþættinum Skýjum ofar á árunum 1996 til 2001 ásamt Arnþóri Snæ Sævarssyni en þeir félagar standa nú fyrir fyrsta og eina jólaballi útvarpsþáttarins í samvinnu við Breakbeat.is. „Við ætlum að gera þetta annan í jólum, 26. desember á Glaumbar en okkur fannst sá staður ríma sæmilega vel við þetta tímabil,“ segir Eldar. „Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljómplöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann og spila þessa tónlist sem var upp á sitt besta í kringum tíunda áratuginn og aldamótin.“ Eldar og Arnþór munu fá með sér fjölda þekktra íslenskra plötusnúða. „Við setjum þarna inn heljarinnar hljóðkerfi og ætlum að gera eins mikið úr þessu og við getum. Það hefur verið sífelld pressa á okkur að setja upp einhverja viðburði og við höfum verið frekar þrjóskir en nú látum við undan þrýstingnum og látum slag standa.“ Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta gerist náttúrulega ekki á hverjum degi að við sláum upp svona balli en jólin mega náttúrulega ekki bara snúast um verslun og yfirdrátt, það verður líka að sinna líkama og sál,“ segir Eldar Ástþórsson. Hann stjórnaði útvarpsþættinum Skýjum ofar á árunum 1996 til 2001 ásamt Arnþóri Snæ Sævarssyni en þeir félagar standa nú fyrir fyrsta og eina jólaballi útvarpsþáttarins í samvinnu við Breakbeat.is. „Við ætlum að gera þetta annan í jólum, 26. desember á Glaumbar en okkur fannst sá staður ríma sæmilega vel við þetta tímabil,“ segir Eldar. „Við skellum börnunum í pössun, förum í bílskúrinn að grafa upp hljómplöturnar okkar og setjum okkur í gírinn til að hverfa svolítið aftur í tímann og spila þessa tónlist sem var upp á sitt besta í kringum tíunda áratuginn og aldamótin.“ Eldar og Arnþór munu fá með sér fjölda þekktra íslenskra plötusnúða. „Við setjum þarna inn heljarinnar hljóðkerfi og ætlum að gera eins mikið úr þessu og við getum. Það hefur verið sífelld pressa á okkur að setja upp einhverja viðburði og við höfum verið frekar þrjóskir en nú látum við undan þrýstingnum og látum slag standa.“
Tónlist Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira