Tómas Heiðar sá eini í 50-50-90 klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2014 08:30 Tómas Heiðar er sjóðheitur með Þórsurum. Vísir/Vilhelm Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur. Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira
Tómas Heiðar Tómasson hefur spilað vel með Þorlákshafnar-Þórsurum í Dominos-deild karla í körfubolta á þessu tímabili og er þessa stundina meðal efstu manna í öllum þremur tölfræðiþáttunum yfir skotnýtingu. Tómas er heitasti skotmaður deildarinnar það sem af er leiktíðinni og tölfræðin sýnir það svart á hvítu. Tómas er nefnilega með bestu þriggja stiga skotnýtinguna, í öðru sæti yfir bestu vítanýtinguna og í þriðja sæti yfir bestu heildarskotnýtingu utan af velli. Tómas er líka einu meðlimurinn í 50-50-90 klúbbnum í fyrstu níu umferðum Dominos-deildar karla en þá er átt við þá sem ná 50 prósent heildarskotnýtingu, 50 prósent þriggja stiga skotnýtingu og 90 prósent vítanýtingu. Tómas Heiðar Tómasson er 23 ára gamall og sonur Tómasar Holton sem var um í tíma í hópi bestu leikstjórnanda deildarinnar þegar hann lék með Val. Tómas hefur nýtt 58,4 prósent allra skota sinna utan af velli en það eru bara þeir Michael Craion hjá KR (59,2 prósent) og Nemanja Sovic hjá Þór (58,6 prósent) sem hafa nýtt skotin sín betur af þeim sem hafa náð lágmörkunum. Tómas er með bestu þriggja stiga skotnýtinguna í deildinni en hann hefur sett niður 23 af 43 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53,5 prósent þriggja stiga skotnýtingu. KR-ingurinn Pavel Ermolinskij (52 prósent) er eini annar leikmaður deildarinnar sem er yfir fimmtíu prósent nýtingu. Tómas er líka að ná þessari frábæru nýtingu þrátt fyrir að skjóta mikið en það eru aðeins fjórir leikmenn í deildinni sem hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann. Tómas er síðan í öðru sæti í vítanýtingu en þar hefur hann sett niður 22 af 23 skotum sínum sem þýðir 95,7 prósent nýtingu. Það er bara Keflvíkingurinn Damon Johnson (96,8 prósent, 30 af 31) sem skákar honum þar. Tómas hefur hitt úr fimmtíu prósent þriggja stiga skota sinna (eða betur) í sjö af fyrstu níu deildarleikjum Þórsliðsins og í þeim áttunda setti hann niður 40 prósent skota sinna sem enginn kvartar yfir. Það er bara þessi eini leikur á móti Snæfelli sem sker sig út en þar klikkaði Tómas á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ef Tómas fengi að stroka út þennan leik á móti Hólmurunum þá væri hann með 62,2 prósent þriggja stiga skotnýtingu í vetur. Það fer líka ekkert á milli mála að Þórsliðið þarf á þristunum hans að halda en Tómas er skora þrjá þrista að meðaltali og nýta 68 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í fimm sigurleikjum Þórsliðsins í deildinni í vetur.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Sjá meira