„Ríkisstjórnin mun vinna að því…“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Núverandi ríkisstjórn var svo sem ekki kjörin til þess að standa í menningarlegum stórræðum. Núverandi stjórnarherrar gáfu stórbrotin loforð fyrir jól um „skuldaleiðréttingar“ meðan vinstri menn einbeittu sér fremur að ósigrum sínum og þannig voru þeir Sigmundur og Bjarni leiddir til valda til þess að snúa á hákarlasjóðina í samningum um uppgjör bankanna – enda væru þeir bæði klókari og ófyrirleitnari fyrir hönd þjóðarbúsins en vinstri mennirnir sem alltaf eru að reyna að sanna sig fyrir auðvaldinu. Þeir voru kjörnir til að skaffa. Skaffa péning. Og finna nýja leið til að þess að framfylgja hinu séríslenska efnahagsúrræði: að pissa í skóinn sinn.„…með markvissum hætti…“ Fólk sá ekki fyrir sér að fyrsta verk nýrrar stjórnar yrði að létta gjöldum af þeirri einu atvinnustarfsemi í landinu sem ekki hefur lapið dauðann úr skel á árunum eftir hrun, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, svo að unnt sé að halda áfram markvissri uppbyggingu innviða á Tortóla. Uppbyggingu ferðamannastaða á nú að velta yfir á almenning með hinum illræmda náttúrupassa og þess eflaust skammt að bíða að nýr sjávarútvegsskattur á landsmenn verði fundinn upp til að hægt verði að létta útgerðinni róðurinn. En sem sé: Sigmundi Davíð var ekki lyft í forsætisráðherrastól vegna þess að hann þætti vænlegur menningarviti. Það kom því mörgum dálítið á óvart að hann skyldi gera menningarmál að sérstöku umtalsefni í áramótaræðu sinni fyrir tæpu ári síðan. Orðrétt sagði forsætisráðherrann: „Menntamálaráðherra og ríkisstjórnin hafa að undanförnu unnið með markvissum hætti að sóknaráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem birtast mun á nýja árinu. Til framtíðar hafa skapandi greinar alla möguleika á að verða ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs, þar sem hugvit og sköpunarkraftur fara saman. Ég heiti á íslenska listamenn að taka höndum saman með okkur í þessu mikilvæga verkefni.“ Nú getur einhver af hinum fjölmörgu aðstoðarmönnum ráðherrans vonandi upplýst okkur: en hafa fregnir borist af þessari sóknaráætlun? Er hún í gangi? Markvisst? Í hverju hefur hún þá lýst sér? Áformum um að flytja hvalbein til Húsavíkur? Þetta tal í ræðu ráðherrans er reyndar í anda þess sem segir í stjórnarsáttmála og var á sínum tíma sagt vera sérstakt áhugamál forsætisráðherrans: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“…að rústa íslenskri menningu… Ýmsum þótti skringilegt að telja það í verkahring ríkisstjórna að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins“ eða að leiða útlendingum fyrir sjónir hversu merkilegt tungumál íslenskan sé; en ekkert af þessu skiptir máli. Það kemur nú æ betur í ljós að þetta er orðagjálfur, rétt eins og fyrirheit forsætisráðherrans í áramótaræðunni; orðin tóm. Eini minnisvarðinn sem núverandi ríkisstjórn hefur reist stefnu sinni í þessum málaflokki, sem talað er svo innvirðulega um í stjórnarsáttmála, er Hola íslenskra fræða við Suðurgötu í Reykjavík. Tal forsætisráðherrans í áramótaræðu sinni um síðustu áramót er af sama toga. Hann er þar bara að spegla sig í orðum – máta sig í búningi áhugamanns um menningarmál. Raunveruleg stefna þessarar ríkisstjórnar birtist í furðulegum fjandskap í garð lista og menningar. Íslensk þjóðmenning er þar í lágvegum höfð og að henni þjarmað. Hækkun á bókaskatti á þessum brothætta örmarkaði verður til þess að sá skattur verður nú með því hæsta í Evrópu, þar sem flestar ríkisstjórnir keppast við að hlúa að sínum litlu og viðkvæmu málsvæðum á viðsjárverðum tímum alþjóðavæðingar. Framlög til þess að búa sig undir stóraukna notkun tungumála í nýju tölvuvæddu umhverfi benda til fullkomins áhugaleysis fjárveitingarvaldsins á vexti og viðgangi íslenskunnar í nýjum heimi. Þeim er skítsama. Þegar rætt er um auknar álögur á bókmenntir – sem er þjóðararfur Íslendinga, sjálft hryggjarstykkið í íslenskri menningu gegnum aldirnar – fer fjármálaráðherrann að tala um að skattar hafi verið lækkaðir á timbri og málningu. Honum gæti ekki verið meira sama. Kannski að verkefnið sé að auka virðingu fyrir íslenskri menningu innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar áður en menn fara að reyna slíkt utanlands eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Og loks: Fyrir dyrum stendur fáheyrð aðför að Ríkisútvarpinu, innblásin að því er virðist af óskiljanlegri heift í garð stofnunar sem landsmenn treysta og þykir vænt um. Ríkisútvarpið er íslenskum listamönnum ómetanlegur bakhjarl og vettvangur, hvernig sem á það er litið og er enn eitt dæmið um þá menningarlegu og þjóðlegu innviði sem þessari ríkisstjórn virðist svo einkennilega uppsigað við. Núverandi ríkisstjórn var svo sem ekki kjörin til þess að standa í menningarlegum stórræðum. En hún var heldur ekki kjörin til þess að rústa menningarverðmætum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Núverandi ríkisstjórn var svo sem ekki kjörin til þess að standa í menningarlegum stórræðum. Núverandi stjórnarherrar gáfu stórbrotin loforð fyrir jól um „skuldaleiðréttingar“ meðan vinstri menn einbeittu sér fremur að ósigrum sínum og þannig voru þeir Sigmundur og Bjarni leiddir til valda til þess að snúa á hákarlasjóðina í samningum um uppgjör bankanna – enda væru þeir bæði klókari og ófyrirleitnari fyrir hönd þjóðarbúsins en vinstri mennirnir sem alltaf eru að reyna að sanna sig fyrir auðvaldinu. Þeir voru kjörnir til að skaffa. Skaffa péning. Og finna nýja leið til að þess að framfylgja hinu séríslenska efnahagsúrræði: að pissa í skóinn sinn.„…með markvissum hætti…“ Fólk sá ekki fyrir sér að fyrsta verk nýrrar stjórnar yrði að létta gjöldum af þeirri einu atvinnustarfsemi í landinu sem ekki hefur lapið dauðann úr skel á árunum eftir hrun, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, svo að unnt sé að halda áfram markvissri uppbyggingu innviða á Tortóla. Uppbyggingu ferðamannastaða á nú að velta yfir á almenning með hinum illræmda náttúrupassa og þess eflaust skammt að bíða að nýr sjávarútvegsskattur á landsmenn verði fundinn upp til að hægt verði að létta útgerðinni róðurinn. En sem sé: Sigmundi Davíð var ekki lyft í forsætisráðherrastól vegna þess að hann þætti vænlegur menningarviti. Það kom því mörgum dálítið á óvart að hann skyldi gera menningarmál að sérstöku umtalsefni í áramótaræðu sinni fyrir tæpu ári síðan. Orðrétt sagði forsætisráðherrann: „Menntamálaráðherra og ríkisstjórnin hafa að undanförnu unnið með markvissum hætti að sóknaráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem birtast mun á nýja árinu. Til framtíðar hafa skapandi greinar alla möguleika á að verða ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs, þar sem hugvit og sköpunarkraftur fara saman. Ég heiti á íslenska listamenn að taka höndum saman með okkur í þessu mikilvæga verkefni.“ Nú getur einhver af hinum fjölmörgu aðstoðarmönnum ráðherrans vonandi upplýst okkur: en hafa fregnir borist af þessari sóknaráætlun? Er hún í gangi? Markvisst? Í hverju hefur hún þá lýst sér? Áformum um að flytja hvalbein til Húsavíkur? Þetta tal í ræðu ráðherrans er reyndar í anda þess sem segir í stjórnarsáttmála og var á sínum tíma sagt vera sérstakt áhugamál forsætisráðherrans: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd, vernd sögulegra minja og skráningu Íslandssögunnar, auk rannsókna og fræðslu. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“…að rústa íslenskri menningu… Ýmsum þótti skringilegt að telja það í verkahring ríkisstjórna að „auka virðingu fyrir merkri sögu landsins“ eða að leiða útlendingum fyrir sjónir hversu merkilegt tungumál íslenskan sé; en ekkert af þessu skiptir máli. Það kemur nú æ betur í ljós að þetta er orðagjálfur, rétt eins og fyrirheit forsætisráðherrans í áramótaræðunni; orðin tóm. Eini minnisvarðinn sem núverandi ríkisstjórn hefur reist stefnu sinni í þessum málaflokki, sem talað er svo innvirðulega um í stjórnarsáttmála, er Hola íslenskra fræða við Suðurgötu í Reykjavík. Tal forsætisráðherrans í áramótaræðu sinni um síðustu áramót er af sama toga. Hann er þar bara að spegla sig í orðum – máta sig í búningi áhugamanns um menningarmál. Raunveruleg stefna þessarar ríkisstjórnar birtist í furðulegum fjandskap í garð lista og menningar. Íslensk þjóðmenning er þar í lágvegum höfð og að henni þjarmað. Hækkun á bókaskatti á þessum brothætta örmarkaði verður til þess að sá skattur verður nú með því hæsta í Evrópu, þar sem flestar ríkisstjórnir keppast við að hlúa að sínum litlu og viðkvæmu málsvæðum á viðsjárverðum tímum alþjóðavæðingar. Framlög til þess að búa sig undir stóraukna notkun tungumála í nýju tölvuvæddu umhverfi benda til fullkomins áhugaleysis fjárveitingarvaldsins á vexti og viðgangi íslenskunnar í nýjum heimi. Þeim er skítsama. Þegar rætt er um auknar álögur á bókmenntir – sem er þjóðararfur Íslendinga, sjálft hryggjarstykkið í íslenskri menningu gegnum aldirnar – fer fjármálaráðherrann að tala um að skattar hafi verið lækkaðir á timbri og málningu. Honum gæti ekki verið meira sama. Kannski að verkefnið sé að auka virðingu fyrir íslenskri menningu innan ríkisstjórnarinnar sjálfrar áður en menn fara að reyna slíkt utanlands eins og segir í stjórnarsáttmálanum. Og loks: Fyrir dyrum stendur fáheyrð aðför að Ríkisútvarpinu, innblásin að því er virðist af óskiljanlegri heift í garð stofnunar sem landsmenn treysta og þykir vænt um. Ríkisútvarpið er íslenskum listamönnum ómetanlegur bakhjarl og vettvangur, hvernig sem á það er litið og er enn eitt dæmið um þá menningarlegu og þjóðlegu innviði sem þessari ríkisstjórn virðist svo einkennilega uppsigað við. Núverandi ríkisstjórn var svo sem ekki kjörin til þess að standa í menningarlegum stórræðum. En hún var heldur ekki kjörin til þess að rústa menningarverðmætum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun