Laddi, Loki og Sigmundur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Í gær vaknaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, og kíkti í svarta Nike-táfýluskóinn sinn úti í glugga þar sem kartafla blasti við honum. Já, Sigmundur er búinn að vera óþekkur og sveinki lætur engan komast upp með slíkt — ekki einu sinni ráðherra. Með malt og Mountain Dew í glasi fór hann á Facebook og sagði frá jólaballi með leikskólabörnum þar sem jólasveinar héldu uppi fjörinu. „Þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og Gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði Sigmundur og glotti yfir eigin fyndni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drepfyndni forsætisráðherrann skemmtir okkur með óborganlegu skopskyni sínu á Facebook. Í október glensaði hann með hríðskotabyssumálið — þó síðhærðir trjáfaðmarar hafi ekki fattað djókið. Það er gott að Sigmundur skemmtir sér í embættinu og engu líkara en að sjálfur Laddi hafi tekið sér bólfestu í honum, að minnsta kosti þegar hann loggar sig inn á Facebook. Ef hann nær ekki endurkjöri getur hann kannski sótt um vinnu hjá DV við að skrifa fyrir Loka. Það er samt spurning hvort þetta sé viðeigandi fyrir forsætisráðherra, þó auðvitað þurfum við gárunga sem skoða samtímann í spéspegli. Væru ekki faglegri vinnubrögð að láta sprelligosa úti í bæ um brandarana? Eða bitra borgarfulltrúa sem fá ekki að vera með í neinu vegna þess að þeir höguðu sér illa. Þeir eru meira að segja með Sigmundi í flokki. Hann getur þá kannski sent þeim brandara sem eru ekki sæmandi ráðherra en mega síður fara til spillis. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að það væri hagur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans að stuðla að sátt í samfélaginu. Eða að minnsta kosti að halda gagnrýnendum sínum „góðum“ svo hægt sé að ganga lengra í pólitískum fautaskap þegar þess þarf. Þið vitið — eiga inni smá viðskiptavild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Í gær vaknaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, og kíkti í svarta Nike-táfýluskóinn sinn úti í glugga þar sem kartafla blasti við honum. Já, Sigmundur er búinn að vera óþekkur og sveinki lætur engan komast upp með slíkt — ekki einu sinni ráðherra. Með malt og Mountain Dew í glasi fór hann á Facebook og sagði frá jólaballi með leikskólabörnum þar sem jólasveinar héldu uppi fjörinu. „Þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og Gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði Sigmundur og glotti yfir eigin fyndni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drepfyndni forsætisráðherrann skemmtir okkur með óborganlegu skopskyni sínu á Facebook. Í október glensaði hann með hríðskotabyssumálið — þó síðhærðir trjáfaðmarar hafi ekki fattað djókið. Það er gott að Sigmundur skemmtir sér í embættinu og engu líkara en að sjálfur Laddi hafi tekið sér bólfestu í honum, að minnsta kosti þegar hann loggar sig inn á Facebook. Ef hann nær ekki endurkjöri getur hann kannski sótt um vinnu hjá DV við að skrifa fyrir Loka. Það er samt spurning hvort þetta sé viðeigandi fyrir forsætisráðherra, þó auðvitað þurfum við gárunga sem skoða samtímann í spéspegli. Væru ekki faglegri vinnubrögð að láta sprelligosa úti í bæ um brandarana? Eða bitra borgarfulltrúa sem fá ekki að vera með í neinu vegna þess að þeir höguðu sér illa. Þeir eru meira að segja með Sigmundi í flokki. Hann getur þá kannski sent þeim brandara sem eru ekki sæmandi ráðherra en mega síður fara til spillis. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að það væri hagur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans að stuðla að sátt í samfélaginu. Eða að minnsta kosti að halda gagnrýnendum sínum „góðum“ svo hægt sé að ganga lengra í pólitískum fautaskap þegar þess þarf. Þið vitið — eiga inni smá viðskiptavild.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun