Samkomulagi náð á framlengdum fundi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. desember 2014 08:00 194 þjóðir tóku þátt í Líma. Hér sést fólk lesa yfir plagg það er síðar var samþykkt. vísir/afp Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu. Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma, höfuðborg Perú, lauk í gær. Lok ráðstefnunnar drógust um tvo daga þar sem fulltrúum þjóðanna á fundinum gekk illa að komast að samkomulagi um hvernig takast eigi á við loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Í kjölfar samkomulagsins þurfa ríki heimsins að leggja fram áætlanir fyrir apríl á næsta ári um hvernig þau ætli sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands. Þau plön munu leggja grunninn að nýjum loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna sem undirrita á í París að ári. Samningurinn sem undirrita á að ári markar tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni verða allar þjóðir skikkaðar til að draga úr útblæstri. Það er töluverð breyting frá Kyoto-bókuninni, sem undirrituð var árið 1997, en hún einblíndi aðeins á fjáð ríki. Bandaríkin eiga til að mynda enn eftir að undirrita bókunina en aðeins Kína losar meira af gróðurhúsalofttegundum en Bandaríkin. „Þrátt fyrir þessa lendingu er enn langur vegur eftir í nýjan samning að ári,“ segir Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands. Fundurinn í Líma lengdist um tvo daga þar sem óralangt var á milli sjónarmiða ríkra og fátækra þjóða. Upphafleg markmið þóttu of íþyngjandi fyrir smærri þjóðir. „Við erum sátt. Við fengum það sem við vildum,“ segir Prakash Javedekar, umhverfisráðherra Indlands. Hann segir að enn séu ríkar skyldur á herðum ríkra þjóða að fara fyrir í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Ábyrgðin á hnattrænni hlýnun sé þeirra og það eigi að koma í þeirra hlut að laga skaðann sem þær ollu. „Þetta er ágætis veganesti fyrir fundinn í París,“ segir Miguel Arias Canete, loftslags- og orkumálastjóri Evrópusambandsins. Vonast sé til að næstu skref muni minnka öfgar í veðri og hægja á hækkun sjávaryfirborðs. Umhverfisverndarsamtök segja ekki nógu langt gengið og frekari breytinga þörf sé ef ekki á að fara illa. Tillagan sem lagt var upp með í upphafi hafi verið veik og orðið veikari eftir því sem á leið. Fjölmargir aðgerðasinnar lögðu leið sína til Perú til að þrýsta á fundarmenn að bregðast við. Þeirra á meðal var hópur frá Greenpeace sem kom fyrir skilaboðum á Nazca-línunum. Línurnar eru um 1.500 ára gamlar og á heimsminjaskrá UNESCO. Málið vakti töluverða reiði og báðust meðlimirnir loks afsökunar á athæfinu.
Loftslagsmál Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira