Færð á vegum spilltist og flug lá niðri í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2014 07:30 Fjöldi ökumanna lenti í klandri sökum ófærðar. vísir/stefán Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar. Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Óveður gekk yfir landið í gær með tilheyrandi ofankomu. Um tíma var öllum leiðum til og frá höfuðborginni lokað. Nær öllu innanlandsflugi var aflýst snemma morguns en vonast er til þess að það geti hafist á ný í dag. „Það er fyrirtækjanna að meta hvort þau lendi eður ei,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, en þrjú erlend félög felldu niður flugferðir til landsins. Fólki gekk þó illa að koma sér til og frá flugvellinum þar sem Reykjanesbrautin var lokuð fram eftir degi. „Flugi til Kaupmannahafnar seinkaði mjög þar sem áhöfnin átti í erfiðleikum með að ferðast á völlinn,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að öll flug félagsins hafi farið af stað en talsvert hafi verið um tafir en þó ekkert umfram það sem viðbúið er þegar færðin er slík. Færð var slæm í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og brugðu einhverjir á það ráð að skilja bíla sína eftir mannlausa eftir að hafa fest þá í fönninni. Tafði það snjómokstur talsvert. Á annað hundrað björgunarsveitarmenn sinntu útköllum sem flest sneru að því að aðstoða ökumenn sem lent höfðu í klandri og að aðstoða lögreglu við lokanir á vegum. Þó var eitthvað um útköll vegna fjúkandi hluta og björgunarmenn aðstoðuðu leikskólabörn í Guðríðarskóla við að komast leiðar sinnar.
Veður Tengdar fréttir Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47 Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10 Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54 Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Strætóferðum mun seinka og jafnvel falla niður Seinkanir og niðurfellingar ferða verða óhjákvæmilegar í akstri Strætó fram eftir degi vegna veðurs og færðar, ekki verður hægt að tryggja mætingar. 16. desember 2014 11:47
Slapp með skrekkinn í bílveltu á Vesturlandsvegi Öllum aðalleiðum inn og út af höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna stormsins sem geysað hefur á suðvesturhorni landsins frá því í morgun. 16. desember 2014 13:10
Ófært í efri byggðum Kópavogs Ófært er í efri byggðum Kópavogs, starfsmenn þjónustumiðstöðvar eru búnir að loka við Fífuhvammsvegi / Salaveg og Lindakirkju. 16. desember 2014 14:54
Þurftu að aðstoða hóp leikskólabarna í leikskólann Á annað hundrað björgunarmenn sinna nú ófærðaraðstoð á suðvesturhorni landsins. 16. desember 2014 13:21
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent