Við ætlum að bjarga þessum spítala Frosti Logason skrifar 18. desember 2014 07:00 Þakklæti hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ég hef verið minntur á það ítrekað að hér á Íslandi er að störfum margt vandað fagfólk á heilbrigðisstofnunum sem eru að hruni komnar vegna fjársveltis undanfarinna ára. Sjálfur á ég þessu sama heilbrigðiskerfi líf mitt að launa. Ég man að vísu ekkert eftir því en tíu sentimetra langur skurður á framanverðum skrokknum á mér ber þess vitni að einhver fagmaðurinn opnaði mig á sínum tíma til þess að gera á mér aðgerð sem forðaði mér þá frá bráðum bana. Ég hef alltof oft tekið lífinu sem sjálfsögðum hlut og alltof sjaldan leitt hugann að þessum krítíska tíma í mínu lífi. Ég var á þeim tíma bara smábarn. Móðir mín hefur hins vegar talað um lækninn sem framkvæmdi aðgerðina sem lifandi dýrling í rúm þrjátíu ár. Fyrir um það bil tveimur vikum horfði ég svo á magnaða umfjöllun Kastljóssins um hið frábæra fólk sem starfar á Landspítalanum í Reykjavík. Þar var sýnd upptaka af því þegar neyðarteymi spítalans tók á móti stórslösuðum manni sem hafði verið stunginn í brjóstkassann og hnífurinn farið alla leið inn í sjálft hjartað. Sjálfur hefði ég haldið fyrirfram að manni með slíka áverka væri einfaldlega ekki hægt að bjarga. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt í sjónvarpinu. „Við erum búin að finna gatið, við erum búin að koma hjartanu í gang og við ætlum að bjarga þessum manni,“ sagði læknirinn ákveðinn og framkvæmdi svo enn eina vel heppnuðu aðgerðina með þreyttu, illa launuðu starfsfólki og lélegum tækjabúnaði. Þetta kvöld sá ég í sjónvarpinu mínu hvernig svokölluð kraftaverk gerast í raunveruleika lífsins. Þau gerast með sérþekkingu, reynslu og metnaði þeirra sem hafa kosið sér þá óeigingjörnu leið í lífinu að starfa í heilbrigðisgeiranum. Það vilja allir rétta forgangsröðun. Hér vantar fé inn í heilbrigðiskerfið og læknar þurfa leiðréttingu launa sinna. Við erum búin að finna gatið, setjum fjárlögin í gang og björgum þessu heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun
Þakklæti hefur verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ég hef verið minntur á það ítrekað að hér á Íslandi er að störfum margt vandað fagfólk á heilbrigðisstofnunum sem eru að hruni komnar vegna fjársveltis undanfarinna ára. Sjálfur á ég þessu sama heilbrigðiskerfi líf mitt að launa. Ég man að vísu ekkert eftir því en tíu sentimetra langur skurður á framanverðum skrokknum á mér ber þess vitni að einhver fagmaðurinn opnaði mig á sínum tíma til þess að gera á mér aðgerð sem forðaði mér þá frá bráðum bana. Ég hef alltof oft tekið lífinu sem sjálfsögðum hlut og alltof sjaldan leitt hugann að þessum krítíska tíma í mínu lífi. Ég var á þeim tíma bara smábarn. Móðir mín hefur hins vegar talað um lækninn sem framkvæmdi aðgerðina sem lifandi dýrling í rúm þrjátíu ár. Fyrir um það bil tveimur vikum horfði ég svo á magnaða umfjöllun Kastljóssins um hið frábæra fólk sem starfar á Landspítalanum í Reykjavík. Þar var sýnd upptaka af því þegar neyðarteymi spítalans tók á móti stórslösuðum manni sem hafði verið stunginn í brjóstkassann og hnífurinn farið alla leið inn í sjálft hjartað. Sjálfur hefði ég haldið fyrirfram að manni með slíka áverka væri einfaldlega ekki hægt að bjarga. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt í sjónvarpinu. „Við erum búin að finna gatið, við erum búin að koma hjartanu í gang og við ætlum að bjarga þessum manni,“ sagði læknirinn ákveðinn og framkvæmdi svo enn eina vel heppnuðu aðgerðina með þreyttu, illa launuðu starfsfólki og lélegum tækjabúnaði. Þetta kvöld sá ég í sjónvarpinu mínu hvernig svokölluð kraftaverk gerast í raunveruleika lífsins. Þau gerast með sérþekkingu, reynslu og metnaði þeirra sem hafa kosið sér þá óeigingjörnu leið í lífinu að starfa í heilbrigðisgeiranum. Það vilja allir rétta forgangsröðun. Hér vantar fé inn í heilbrigðiskerfið og læknar þurfa leiðréttingu launa sinna. Við erum búin að finna gatið, setjum fjárlögin í gang og björgum þessu heilbrigðiskerfi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun