Tónlist

Rafnæs í fyrsta sinn

Þórður Ingi Jónsson skrifar
dj. flugvél og geimskip
dj. flugvél og geimskip
Fyrsta Rafnæs-kvöldið verður haldið á Paloma á laugardagskvöld. Um er að ræða nýtt raftónlistarkvöld sem mun tengja saman mismunandi einstaklinga sem elska raftónlist.

„Á þessum kvöldum mun fólk sem vinnur með eða elskar raftónlist fá að njóta sín í skífuþeytingum með mýkt og ást í fyrirrúmi,“ segir á Fésbókarsíðu Rafnæss.

Á laugardaginn munu vel þekkt nöfn í íslensku tónlistarsenunni þeyta skífum með hjálp annarra plötusnúða. Þetta eru þau Curver, dj. flugvél & geimskip og kapparnir í Fufanu sem troða upp ásamt plötusnúðatvíeykjunum DJ Myth & Lazybones og It Is Magic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×