Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. janúar 2015 19:05 Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin þingmaður vorið 2013. vísir/pjetur Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún. Lekamálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún.
Lekamálið Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira