Audi A8 ekur sjálfur Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2015 11:27 Fjórða kynslóð Audi A8. Audi hefur í mörg ár unnið að tækni sem gerir bílum þeirra kleift að aka án ökumanns. Strax árið 2009 ók Audi TTS í Pikes Peak brekkuklifurskeppninni og kláraði keppnina án ökumanns á 27 mínútum. Vinna Audi, ásamt móðurfyrirtækinu Volkswagen, að þessu markmiði hefur þó staðið frá árinu 2004. Um daginn ók svo bílalest Audi A7 bíla frá Los Angeles til Las Vegas, þar sem Consumer Elecronics tæknisýningin fór fram, með blaðamenn um borð og fór lestin á allt að 110 km hraða án ökumanna. Nú er hinsvegar komið að því að Audi bjóði þennan búnað í bíl sem ætlaður er almenningi og sá fyrsti sem fær þennan búnað verður nýr Audi A8 og getur hann ekið farþegum sínum á allt að 60 km hraða. Audi A8 getur komist í gegnum þunga umferð, fundið bílastæði og lagt í það sjálfur. Fljótlega mun A8 bjóðast með búnaði sem gerir honum kleift að aka hraðar en á 60 km hraða, eða um leið og lög leyfa það og tæknin verður nægilega fullkomin til að fyllsta öryggis verði gætt. Audi A8 með þessum sjálfakandi búnaði verður kominn í sölu í enda næsta árs. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent
Audi hefur í mörg ár unnið að tækni sem gerir bílum þeirra kleift að aka án ökumanns. Strax árið 2009 ók Audi TTS í Pikes Peak brekkuklifurskeppninni og kláraði keppnina án ökumanns á 27 mínútum. Vinna Audi, ásamt móðurfyrirtækinu Volkswagen, að þessu markmiði hefur þó staðið frá árinu 2004. Um daginn ók svo bílalest Audi A7 bíla frá Los Angeles til Las Vegas, þar sem Consumer Elecronics tæknisýningin fór fram, með blaðamenn um borð og fór lestin á allt að 110 km hraða án ökumanna. Nú er hinsvegar komið að því að Audi bjóði þennan búnað í bíl sem ætlaður er almenningi og sá fyrsti sem fær þennan búnað verður nýr Audi A8 og getur hann ekið farþegum sínum á allt að 60 km hraða. Audi A8 getur komist í gegnum þunga umferð, fundið bílastæði og lagt í það sjálfur. Fljótlega mun A8 bjóðast með búnaði sem gerir honum kleift að aka hraðar en á 60 km hraða, eða um leið og lög leyfa það og tæknin verður nægilega fullkomin til að fyllsta öryggis verði gætt. Audi A8 með þessum sjálfakandi búnaði verður kominn í sölu í enda næsta árs.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent