Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, fer á kostum í NBA-deildinni og er einn besti skotmaður í sögu deildarinnar.
Hann á fjölda meta yfir þriggja stiga skot í deildinni og hefur nú verið fljótastur í sögu deildarinnar að skora eitt þúsund þriggja stiga körfur.
Fyrir leikinn gegn Indiana í nótt var Curry með 999 þrista í 368 leikjum. Hann sló svo metið í nótt og bætti met Dennis Scott um 88 leiki.
Næsta spurning er hvort Curry geti slegið met Ray Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu deildarinnar.
Hann skoraði 2.937 þriggja stiga körfur á sínum ferli sem er kannski ekki lokið. Þeim áfanga náði Allen í 1.300 leikjum.
Curry er 27 ára gamall og á eftir að taka mörg þriggja stiga skot áður en hann leggur skóna á hilluna.
Fljótastur í þúsund þrista

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti