Innlent

Hálka víðast hvar á landinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi þó er þæfingsfærð á Bröttubrekku.
Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi þó er þæfingsfærð á Bröttubrekku. Vísir/GVA
Hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir eru í Þrengslum en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Flughálka er á Mosfellsheiði og þæfingsfærð á Lyngdalsheiði. Hálka, hálkublettir eða krapi er á öðrum leiðum á Suðurlandi.

Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Vesturlandi þó er þæfingsfærð á Bröttubrekku. Ófært er á Fróðárheiði

Á Vestfjörðum er hálka eða krapi á flestum leiðum á láglandi.

Þæfingsfærð er á Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal og Steingrímsfjarðarheiði. Ófært er á Kleifaheiði en snjóþekja og skafrenningur á Klettsháls og Þröskuldum.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða hálkublettir en mjög víða er orðið greiðfært á láglemdi. Hálka er á Vatnskarði. Norðaustanlands er hálka eða hálkublettir en þar er einnig víða orðið greiðfært, einkum við ströndina.

Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi. Greiðfært er með ströndinni frá Reyðarfiðri og suður úr en hálkublettir í Berufirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×