„Algjör uppstokkun á samningi lækna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2015 04:03 Sigurveig Pétursdóttir og Magnús Pétursson ríkissáttasemjari að undirritun lokinni. Vísir/Kolbeinn Tumi „Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is. Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
„Mér líður bara vel. Ég vona að landsmenn séu ánægðir með að verkfalli verði aflýst,“ sagði Sigurveig Pétusdóttir við blaðamenn rétt áður en skrifað var undir samninga lækna í Læknafélagi Íslands við ríkið. Með samningnum er verkfallsaðgerðum lækna, sem staðið hafa síðan 27. október, lokið. Samningar tókust um klukkan 2:45 í nótt og var fjölmiðlum tilkynnt að skrifað yrði undir samninga um klukkan 3:30. Vísir hafði áður greint frá því að líklegt væri að samningar tækjust um nóttina sem varð raunin. Fjölmiðlamenn héldu því í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni þar sem skrifstofustjórinn Elísabet Ólafsdóttir tók á móti fólki. Var vöffludeigið klárt þegar fjölmiðla bar að garði upp úr klukkan 03. Hafði Elísabet á orði að deiluaðilar vildu undantekningalítið fá sínar vöfflur óháð því á hvaða tíma sólarhringsins væri samið. Fengust þær upplýsingar að verið væri að lesa yfir samninginn. Um klukkan hálf fjögur komu svo deiluaðilar fram og Sigurveig fékk sér fyrstu vöffluna.Elísabet tók brosandi á móti fjölmiðlafólk og greinilega ánægð með tíðindi næturinnar. Hún velti mikið fyrir sér hvenær væri best að hefja baksturinn enda vilji fólk fá vöfflurnar heitar og góðar.Vísir/Kolbeinn Tumi„Auðvitað var þrýstingur að ná samningum en við fundum mikinn jákvæðan stuðning frá almenningi. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ sagði Sigurveig sem svaraði spurningum fréttamanna sem vissu sem var að ekkert yrði gefið upp um einstök atriði samningsins. Aðspurð sagðist Sigurveig sátt við samninginn. Annars væri ekki komið að því að skrifa undir. Hún vonar að samningurinn verði til þess að læknar haldist frekar hér á landi. „Það er ekkert sem tryggir það fullkomlegea en við teljum að þetta sé gott skref í á átt.“ Sjá einnig: Verkfalli lækna aflýst Sigurveig vildi sem fyrr segir ekki gefa neitt uppi um einstök atriði samningsins sem er 33 blaðsíður. Fyrst yrði hann kynntur félagsmönnum. Sjá mátti á fulltrúum samninganefndar lækna að þeim var létt að samningar höfðu tekist. Slógu þeir á létta strengi og því næst fóru fulltrúarnir að bera saman bækur sínar varðandi vinnu næsta daga. Sumir voru svo heppnir að eiga vaktafrí í dag og ætluðu að sofa út eftir 14 klukkustunda fundarsetu. Aðrir voru klárir að mæta til vinnu klukkan átta í morgun.Við undirritun samningsins um klukkan 3:50 í nótt.Vísir/Kolbeinn TumiSamningurinn kynntur læknum í næstu viku „Þetta er náttúrulega algjör uppstokkun á samningnum,“ sagði Sigurveig og benti á að í samningnum fælist meðal annars breytt vinnufyrirkomulag og ýmislegt í þeim dúrnum. Hún sagðist eiga von á því að félagsmenn samþykktu samninginn. „Annars myndum við ekki skrifa undir.“ Að loknu viðtalinu héldu deiluaðilar á skrifstofu þar sem sest var við borð og samningurinn látinn ganga til undirritunar. Einn aðili úr samninganefnd lækna var farinn til Svíþjóðar og höfðu félagar hans á orði að sá hlyti að vera svekktur að hafa misst af samningsdeginum eftir ellefu vikna verkfallsaðgerðir. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari var í hlutverki fundarstjóra, þakkaði báðum aðilum fyrir viðræðurnar og sagði að samningurinn væri einn af þeim eftirminnilegri sem hann hefði komið að. Að lokinni undirskrift tókust allir í hendur og þökkuðu fyrir sig. Þaðan var haldið í vöfflurnar um klukkan 3:45.Magnús Pétursson og fulltrúar samninganefndar lækna biðu aðeins í sætum sínum eftir að fulltrúar ríkisins settust að samningaborðinu til undirritunar.Vísir/Kolbeinn TumiGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagðist í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þokkalega sáttur við samninginn. Þá staðfesti Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, að samningurinn yrði kynntur félagsmönnum í næstu viku. Fulltrúar Skurðlæknafélags Íslands funda með ríkissáttasemjara klukkan tíu í fyrramálið, miðvikudag. Ríkissáttasemjari staðfesti við blaðamann að hann yrði mættur þangað áður en gengið var frá þeim vöfflum sem afgangs voru. Fjölmiðlamenn og deiluaðilar yfirgáfu húsnæðið um klukkan 4:25. Post by Vísir.is.
Tengdar fréttir Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Verkfalli lækna frestað Samningar náðust í deilu lækna við íslenska ríkið á þriðja tímanum í nótt. 7. janúar 2015 03:00