Tilbúin að fyrirgefa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2015 23:54 „Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
„Þau munu örugglega koma til mín einn daginn, þó það sé ekki fyrr en eftir tíu ár, og segja fyrirgefðu og ég er alveg tilbúin að taka við afsökunarbeiðninni. Maður verður að geta fyrirgefið líka. Ég veit að þeim líður líka illa og þau þurfa aðstoð og þess vegna er ég tilbúin til að fyrirgefa þeim.“ Þetta sagði hin fjórtán ára gamla Snædís Birta Ásgeirsdóttir, sem lögð hefur verið í grimmilegt einelti í fimm ár, í Íslandi í dag í kvöld. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún opinberaði hana fyrst við Pressuna. Snædís hefur þrívegis skipt um skóla vegna eineltisins en sagan endurtekur sig ítrekað.„Allir að segja mér að drepa mig“ Eineltið fer að stórum hluta fram á internetinu og meðal annars í gegnum síðu sem kallast ask.fm og er afar vinsæl á meðal unglinga. Síðan virkar þannig að fólk skráir sig inn og þá geta aðrir innskráðir sent spurningar, undir nafni eða ekki. Fólk ræður því svo hvort það svari spurningunum eða sleppi því. Allt er þetta opið og geta allir fylgst með því sem þarna fer fram. „Ég var að fá fullt. Allir að segja mér að drepa mig og segja mér að ég sé svaka ljót og feit og fleira,“ sagði Snædís en síðuna opnaði hún eftir að hún heyrði að flestir samnemendur hennar væru inni á síðunni. Þá hafði hún verið nýbúin að skipta um skóla og þorði ekki að segja foreldrum sínum frá. Þeir hefðu haft nægar áhyggjur af henni. „Þau verða auðvitað leið og reið og ég ákvað að segja þeim ekki því þetta tekur á þau. Ég ákvað að hafa þetta bara hjá mér og reyna að vinna úr þessu sjálf en þetta var bara orðið svo mikið. Það var ekki hægt að fela þetta.“Foreldrar verði að vera raunsæir Eftir að internetið kom til sögunnar hefur einelti færst mikið í aukanna og orðið grófara. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, segir foreldra þurfa að fylgjast betur með börnunum sínum og þora að segja nei. Þeir þurfi að vera raunsæir. „Foreldrar trúa engu slæmu upp á börnin sín og mér finnst að við þurfum að vera raunsæ. Ég segi mjög oft við foreldra „rétt upp hönd ef þið luguð einhvern tímann að foreldrum ykkar“. Ég gerði það. [...] Við þurfum að fylgjast miklu betur með hvað þau eru að gera á netinu og tala um þetta við þau,“ sagði Vanda. Snædís Birta ætlar að taka einn dag í einu og vinna í sjálfri sér. Hestarnir hennar hafa hjálpað henni í gegnum erfiðleikana og hefur hún leitað á sjálfstyrkingarnámskeið sér til aðstoðar. En hverju ráðleggur hún þeim sem lenda í ofbeldi? „Segja frá. Það er mjög mikilvægt. Það er svo erfitt að vera með þetta einn, manni líður bara illa og maður getur ekki verið með eitthvað svona stórt einn og manni líður alltaf verr og verr. Það verður að segja frá, það er mikilvægast,“ segir Snædís. Hægt er að sjá viðtalið við Snædísi, móður hennar Drífu Viðarsdóttur, og Vöndu í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30 14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir „Heiðarlegt og heilbrigt“ að auglýsa embættið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Vilja opna umræðuna um einelti á netinu Halldóra Guðjónsdóttir, leikkona og hótelstjóri, gerði stuttmynd um einelti með hópi unglinga. 6. janúar 2015 09:30
14 ára stelpa lögð í nútímaeinelti: „Hengdu þig, fokking mellan þín“ Snædís Birta Ásgeirsdóttir, 14 ára stelpa, hefur lengi verið lögð í einelti og fer það að stórum hluta fram á internetinu. 5. janúar 2015 10:23