Aðeins kveikt í 940 bílum í Frakklandi! Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 08:59 Einn þeirra 940 bíla sem urðu eldinum að bráð. Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent
Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent