Aðeins kveikt í 940 bílum í Frakklandi! Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 08:59 Einn þeirra 940 bíla sem urðu eldinum að bráð. Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent
Afar einkennileg hefð hefur skapast í Frakklandi á nýársnótt en þá nótt hefur verið kveikt í fjöldamörgum bílum á undanförnum árum. Síðustu nýársnótt var kveikt í 940 bílum víðsvegar um landið. Svo einkennilegt sem það má hljóma þá þykir þessi fjöldi nokkuð góðar fréttir, en fyrir ári síðan var kveikt í 1.193 bílum í Frakklandi á nýársnótt og því urðu 21% færri bílar fyrir barðinu á eldtungunum nú. Þessi sérkennilega hefð hófst árið 2008 en þá var kveikt í 372 bílum á nýársnótt og var sagt að íkveikjurnar hafi tengst óánægju með ríkisstjórn landsins. Uppfrá því voru stjórnvöld í Frakklandi, undir forystu Nikolas Sarkozy, treg til að greina frá íkveikjunum og fjölda þeirra bíla sem urðu eldinum að bráð. Það hefur þó breyst á undanförnum árum. Opinberir aðilar og tryggingafélög telja að 80% íkveikjanna nú séu gerðar af eigendum bílanna sjálfra þar sem þeir hyggjast svíkja út tryggingabætur. Ef til vill er það því þess vegna sem yfirvöld eru ekki eins treg nú til að greina frá þeim fjölda bíla sem kveikt er í um hver áramót.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent