Liðið féll þá úr leik í úrslitakeppni deildarinnar með lítilli reisn en liðið gat nákvæmlega ekki neitt gegn Carolina Panthers.
Margir stuðningsmenn liðsins voru pirraðir yfir leiknum og urðuðu yfir sína menn á samfélagsmiðlinum.
Það fór í taugarnar á umsjónarmanni Twitter-síðu félagsins. Sá þakkaði fyrir jákvæð skrif en sagði neikvæðu trúðunum að það væri kominn tími á að flytja úr kjallaranum og njóta lífsins.
Arizona átti gott tímabil en meiðsli komu illa við liðið á örlagastundu.
We're back in AZ. Thx for the positive tweets. As for the clowns who spew vulgarities, it's time to move out of the basement and enjoy life.
— Arizona Cardinals (@AZCardinals) January 4, 2015