Fyrsta umferðin í úrslitakeppni NFL-deildarinnar, Wild Card-helgin, fór fram um helgina.
Eftir fimm ára bið án sigurs í úrslitakeppninni kom að því að Dallas Cowboys gat loksins fagnað. Það stóð þó afar tæpt.
Liðið lenti tíu stigum undir í leiknum en kom til baka og Tony Romo, leikstjórnandi Dallas, kastaði snertimarkssendingu á Terrance Williams undir lokin sem kláraði leikinn.
Sigursóknin kom eftir afar umdeildan dóm í leiknum þar sem dómarar leiksins hættu við að dæma á Dallas og liðið fékk svo fljótlega boltann. Verður líklega lengi rifist um það atvik.
Úrslit helgarinnar:
Dallas-Detroit 24-20
Indianapolis-Cincinnati 26-10
Baltimore-Pittsburgh 30-17
Carolina-Arizona 27-16
Næsta umferð lítur svona út:
Ameríkudeildin:
New England - Baltimore
Denver - Indianapolis
Þjóðardeildin:
Seattle - Carolina
Green Bay - Dallas
Undanúrslit deildarinnar og úrslitaleikurinn, Super Bowl, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Loksins vann Dallas í úrslitakeppninni

Mest lesið




Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn


Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn



