Nýársbombur frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2015 12:04 Magnús Þór Gunnarsson. Vísir/Ernir Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar! Dominos-deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Grindvíkingar hafa gert stórar breytingar á bæði karla- og kvennaliði félagsins fyrir seinni hluta Dominos-deildanna. Magnús Þór Gunnarsson og bandaríski leikmaður kvennaliðsins, Rachel Tecca, hafa bæði spilað sinn síðasta leik og þá eru bræðurnir og synir Guðmundar Bragasonar, Jón Axel og Ingvi, komnir heim frá Bandaríkjunum. Jón Axel Guðmundsson spilaði einn leik með Grindavík fyrir áramót þegar hann kom heim í stutt frí og var þá með 14 stig og 9 stoðsendingar í tapi á móti Tindastól. Magnús Þór Gunnarsson var með 12,4 stig og 2,3 stoðsendingar í leik í fyrstu 9 leikjum sínum með Grindavíkurliðinu en hann yfirgefur félagið af persónulegum ástæðum. Rachel Tecca var með 23,3 stig og 13,7 stoðsendingar að meðaltali með Grindavíkurliðinu en í stað hennar kemur Kristina King sem er alhliða leikmaður samkvæmt fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.Yfirlýsing stjórnar Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur: Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum landsmönnum og konum gleðilegs nýs árs og byrjar árið með fréttabombum. Það er okkur mikið ánægju efni að tilkynna að bræðurnir Jón Axel og Ingvi Guðmundssynir hafa snúið til baka frá Bandaríkjunum og munu spilað með liði Grindvíkinga það sem eftir lifir þessa móts. Það vita það allir að Jón Axel er orðin þekkt stærð í körfubolta hér á landi en kannski færri sem þekkja til Ingva en þar er mikið efni á ferðinni. Báðir munu þeir styrkja okkar lið gríðarlega og það er alltaf gaman þegar heimamenn snúa til baka. Hinsvegar hafa körfuknattleiksdeildin og Magnús Gunnarsson komist að sameiginlegri niðurstöðu um að hann hafi lokið leik með Grindavík. Ástæðan er persónuleg fyrir Magga og vill Körfuknattleiksdeildin þakka honum þennan stutta tíma sem hann dvaldi hjá okkur. Það er klár eftirsjá í Magga fyrir okkur og þó að tími hans hjá okkur hafi ekki verið lengri en raun ber vitni þá skilur Maggi eftir sig góðar minningar fyrir okkur og er það klárlega ósk okkar að honum vegni vel hvar sem hann endar. Þá var ákveðið stuttu fyrir jól að Rachel Tecca myndi ekki snúa til baka til Grindavíkur eftir jól og hefur verið gerður samningur við nýjan leikmann fyrir kvennaliðið. Sú heitir nokkuð mörgum nöfnum en við látum þessi tvö nægja, Cristina King. Hún er alhliða leikmaður og eins og alltaf með erlenda leikmenn eru miklar væntingar bundnar við hana. Pappírsvinna fyrir hennar hönd hófst fyrir jól og er reiknað með henni snemma í næstu viku. Fleiri eru fréttirnar ekki að sinni frá Grindavíkinni og vonandi verða þær ekki fleiri heldur, nema þá góðar!
Dominos-deild karla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira