Tveir af bestu körfboltamönnum allra tíma - Kobe Bryant og LeBron James - buðu upp á flotta sýningu er lið þeirra mættust í NBA-deildinni í gær.
LeBron James gerði sér lítið og skoraði 36 stig er Cleveland batt enda á sex leikja taphrinu sína. Bryant skoraði 19 stig og gaf 17 stoðsendingar en hann hefur aldrei gefið eins margar stoðsendingar á sínum ferli.
„Það er alltaf gaman og ánægja að spila á móti Kobe. Hérna voru að mætast tveir af mestu keppnismönnum körfuboltasögunnar. Ég ólst upp við að sjá hann spila og það var ömurlegt að missa hann í fyrra. Ég er ánægður að fá hann aftur í deildina," sagði James eftir leik.
Þeir félagar tóku leikinn yfir undir lokin en James reyndist sterkari.
Áhorfendur í London fengu svo að sjá NY Knicks tapa sínum 16. leik í röð. Að þessu sinni gegn Milwaukee Bucks.
Úrslit:
Milwaukee-NY Knicks 95-79
Houston-Oklahoma 112-101
LA Lakers-Cleveland 102-109
