Endurkoma LeBrons breytti engu - sex töp í röð | Myndband Tómas skrifar 14. janúar 2015 07:00 LeBron James liggur eftir í teignum. vísir/getty LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
LeBron James sneri aftur í lið Cleveland Cavaliers í nótt eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni í sjö leikjum. Það skipti engu máli því Cleveland-liðið tapaði sjötta leiknum í röð, nú getn Phoenix Suns á útivelli, 107-100. LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum. J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst. Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð. Tvær tröllatroðslur LeBrons James:Stephen Curry.vísir/gettyEfsta lið vesturdeildarinnar, Golden State Warriors, er á miklum skriði þessa dagana, en það vann sjöunda leikinn í röð í nótt með tíu stigum eða meira. Fórnarlambið að þessu sinni var lánlaust lið Utah Jazz. Lokatölur, 116-105. Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst. Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum. Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt. Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.Úrslit næturinnar: Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110 Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105 Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100 Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108 L.A. Lakers - Miami Heat 75-78Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira