LeBron var sjálfur frábær í leiknum og skoraði 33 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann hitti úr 11 af 18 skotum í teignum og 3 af 8 þriggja stiga skotum.
J.R. Smith, sem kom til Cleveland frá New York á dögunum, bætti við 29 stigum, en hjá heimamönnum var kraftframherjinn Markieff Morris í miklu stuði. Hann skoraði 35 stig og tók 7 fráköst.
Cleveland er nú komið undir 50 prósent sigurhlutfall, en liðið er búið að vinna 19 leiki og tapa 20 þegar það styttist í að deildin verði hálfnuð.
Tvær tröllatroðslur LeBrons James:

Stephen Curry, leikstjórnandi Golden State, skoraði 27 stig og tók 11 fráköst, en þetta var í tíunda sinn á leiktíðinni sem hann skorar meira en 20 stig í leik og tekur fleiri en 10 fráköst.
Skotnýting þessa frábæra leikmanns var til mikillar fyrirmyndar eins og í allan vetur, en hann hitti úr 10 af 16 skotum í teignum, 4 af 9 fyrir utan þriggja stiga línuna og öllum þremur vítaskotum sínum.
Golden State er búið að vinna 30 leiki og tapa aðeins fimm, og er 1,5 sigurleik á undan Portland sem er í öðru sæti vestursins. Houston og Memphis koma þar á eftir en meistarar San Antonio eru í sjöunda sæti eftir tap gegn Washington í nótt.
Frammistaða næturinnar átti þó Mo Willams, bakvörður Minnesota Timberwolves, en hann skoraði 52 stig í sigri á Indiana Pacers. Með honum bundu úlfarnir endi á níu leikja taphrinu.
Úrslit næturinnar:
Indiana Pacers - Minnesota Timberwolves 101-110
Philadelphia 76ers - Atlanta Hawks 87-105
Washington Wizards - San Antonio Spurs 101-93
Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 107-100
Utah Jazz - Golden State Warriors 105-116
Sacramento Kings - Dallas Mavericks 104-108
L.A. Lakers - Miami Heat 75-78
Staðan í deildinni.