Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2015 11:16 Fólk á aldrinum 20 til 40 ára er í miklum meirihluta í líffæragagnagrunni embættis landlæknis. Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“ Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“
Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00
Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51