Konur 70 prósent af þeim sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2015 11:16 Fólk á aldrinum 20 til 40 ára er í miklum meirihluta í líffæragagnagrunni embættis landlæknis. Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“ Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Níutíu og níu prósent þeirra sem hafa skráð sig í líffæragjafagrunn embættis landlæknis hafa tekið afstöðu með líffæragjöf. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir, verkefnastjóri hjá embættinu, en tæplega níu þúsund Íslendingar hafa skráð sig í þennan gagnagrunn og eru konur í miklum meirihluta, eða tæp 70 prósent. Er það von embættis landlæknis að sem flestir Íslendingar skrái sig í þennan gagnagrunn og skrái um leið afstöðu sína til líffæragjafar. Geta þeir sem skrá sig tekið afstöðu til þess hvort þeir heimila líffæragjöf við andlát, heimila líffæragjöf að hluta og tilgreini þá hvaða líffæri eru í boði, eða þá hvort þeir heimila ekki líffæragjöf. Um leið og tekin er afstaða til líffæragjafar veita þeir sem skrá sig embætti landlæknis heimild til að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli og þannig liggja þessar upplýsingar fyrir ef andlát ber að.Skiptir máli „Það er það sem við erum að leggja áherslu á með þessu er að fólk taki afstöðu hvort sem það vill gefa líffæri við andlát sitt eða ekki,“ segir Jórlaug en hvers vegna eiga þeir sem eru á móti því að gefa líffæri sín við andlát að skrá sig í þennan líffæragjafagrunn? „Vegna þess að þá er afstaða þín þekkt. Ef þú ert ekki skráður og vilt ekki gefa líffærin þín og það kæmi til þess við andlát að þá væri möguleg líffæragjöf, þá yrðu nánustu aðstandendur spurðir um afstöðu þína og ef þeir myndu ekki vita hana, þá myndu þeir kannski álíta að þú værir til í að gefa,“ segir Jórlaug. „Þess vegna er svo mikilvægt að fólk skrái afstöðu sína til að hún sé þekkt og þá léttir það þessari ákvörðun af ástvinum sínum ef sú staða kemur upp að líffæragjöf komi til greina við andlát. Þannig að það er mjög mikilvægt að fólk taki afstöðu, hvort sem það er með líffæragjöf eða vill ekki gefa líffæri sín eða takmarka líffæragjöfina við ákveðin líffæri líka,“ segir Jórlaug.Jórlaug Heimisdóttir.Konur í miklum meirihluta Tæp sjötíu prósent þeirra sem hafa tekið afstöðu til líffæragjafar í þessum gagnagrunni eru konur og segir Jórlaug starfsfólk embættis landlæknis hafa velt þessu hlutfalli fyrir sér. „Við skoðuðum aðeins nokkrar rannsóknir í þessu. Við sáum ekki í þeim að það væri teljandi kynjamunur,“ segir Jórlaug og segir þá kenningu hafa komið upp að konur séu miklu virkari á samfélagsmiðlunum. „Þær eru líka miklu meira inn á svona vefsvæðum þar sem er verið að tala um heilsu og við teljum það vera líklega skýringu. Við höfum ekki formlega verið að fjalla um grunninn og ekkert verið að kynna hann sérstaklega. En við sjáum að samfélagsmiðlarnir skipta miklu máli þegar verið er að deila þessu.“Unga fólkið líklegra En það er þá ekki hægt að draga þá ályktun út frá þessum tölum að náungakærleikurinn sé ríkari í kvenfólki? „Nei, það getum við ekki. Þetta er miklu frekar að þær eru virkari á samfélagsmiðlunum,“ segir Jórunn og bendir auk þess á að fólk á aldrinum 20 - 40 ára sé í miklum meirihluta í þessum gagnagrunni og það megi að hluta til rekja til þess að fólk á þeim aldri sé mun tæknivæddara. Til að skrá sig í þennan gagnagrunn og taka afstöðu til líffæragjafar þarf fólk að fara inn á vefsvæði landlæknis og smella þar á bláan hnapp sem stendur á líffæragjöf. „Til að taka afstöðu þarf það að skrá sig inn og þá þarf að vera með Íslykil eða rafræn skilríki. Og þegar fólk er komið þar inn fyrir er það spurt um afstöðu til líffæragjafar og hvort það vilji gefa öll líffæri, hvort líffæragjöfin takmarkist við ákveðið líffæri og þá getur þurft að skrifa hvaða líffæri það vill ekki gefa, og svo hvort það heimilar ekki líffæragjöf. Síðan samþykkir fólk að heimila embætti landlæknis að miðla þessum upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks á spítölum sem hlut eiga að máli. Þannig að þetta er aðgengilegt á spítulum ef aðstaðan kemur upp.“
Tengdar fréttir Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00 Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eftirsóttir varahlutir Mikil umræða skapaðist um breytingar á lögum um líffæragjafir í kjölfar hörmulegs bílslyss þar sem tvö ungmenni létu lífið í janúarmánuði. Þörf á líffæragjöfum fer vaxandi þar sem hlutfall eldri borgara eykst. 20. maí 2014 07:00
Hátt í 5000 hafa skráð afstöðu til líffæragjafar 4500 manns höfðu skráð vilja sinn til líffæragjafar, þegar starfsmenn Landlæknis skoðuðu gagnagrunninn í morgun. 27. október 2014 14:51