Þá slepptu dómararnir því að dæma augljóst víti sem síðan varð þess valdandi að Dallas Cowboys náði að leggja Ljónin.
Í gær var komið að Dallas að standa hinum megin við borðið. Þá varð umdeildur dómur þess valdandi að Dallas er farið í frí.
Vefstóri Twitter-síðu Lions hreinlega stóðst ekki mátið og setti inn eitt besta tíst sem hefur sést lengi. Leiðinlegt að sjá Dallas Cowboys en við þekkjum tilfinninguna skrifaði hann.
Mesta snilldin við tístið er að hlekkjað er við atvik í leik Detroit gegn Chicago. Þar af leiðandi líta þeir ekki út fyrir að vera tapsárir en allir vita um hvað málið í raun snérist.
Undanúrslitaleikirnir í NFL-deildinni næsta sunnudag og úrslitaleikurinn, Super Bowl, verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sorry @dallascowboys. We know the feeling: http://t.co/CfC95Nj3Q6. #CompletingTheProcess pic.twitter.com/7xuEA9FH49
— Detroit Lions (@Lions) January 11, 2015