Volvo kaupir helminginn í Dongfeng Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2015 11:17 Dongfeng vörubíll. Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent
Volvo hefur keypt 45% hlutabréfa í kínverska bíla- og trukkaframleiðandanum Dongfeng. Volvo er nú í eigu kínverska bílaframleiðandans Geely. Trukkadeild Volvo hafði áður keypt trukkadeild Nissan og Renault, Mack trukkafyrirtækið, sem og rútu- og strætisvagnafyrirtækin Provost og Nova. Þá tilheyrir trukkadeild Volvo einnig Volvo Penta, véla- og iðnaðartækjaframleiðsla Volvo. Dongfeng er einn stærsti bíla- og trukkaframleiðandi Kína. Miklar eignatilfærslur hafa verið kringum Volvo á undanförnum árum, en árið 2010 seldi Ford Volvo til Geely, en Ford hafði keypt Volvo árið 1999. Ford losaði sig einnig við bílamerkin Aston Martin, Jaguar, Land Rover og Lincoln. Kaup Volvo á nær helmingshlut í Dongfeng bíður endanlegs samþykkis kínverskra yfirvalda, en kaupverðið er 116 milljarðar króna.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent