Þetta var í 40. sinn sem Totti mætti Lazio í ítölsku A-deildinni en seinna markið hans var 11. markið hans í þessum nágranaslag í Rómarborg. Enginn hefur skorað fleiri. Leikurinn fór 2-2 og jafnaði Totti metin í seinni hálfleik.
Totti gerði heiðarlega tilraun til að skáka selfie sem Ellen DeGeneres tók á Óskarsverðlaunaathöfninni á síðasta ári en spurning er hvor myndin verður frægari þegar fram líða stundir?
Myndina sem Totti tók má sjá í þessu tísti sem er hér að neðan sem Roma birti á Twitter-aðgangi sínum.
El selfie del capitano Francesco Totti luego de su segundo gol. ¡CRACK! pic.twitter.com/XDi06t51pb
— AS Roma (@RomaSquare) January 11, 2015