Pierce Brosnan í Super Bowl auglýsingu Kia Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 11:15 Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent
Fyrrum James Bond leikarinn Pierce Brosnan leikur í auglýsingu fyrir Kia sem sýnd verður á stærsta fótboltaleik ársins í Bandaríkjunum, Super Bowl. Sá leikur er úrslitaleikur tveggja bestu rugby liðanna þarlendis og hefur löngum þótt stærsti íþróttaviðburðurinn í Bandaríkjunum á hverju ári. Margir bíða þar einnig eftir flottum auglýsingum sem sýndar eru í hálfleik og keppnin þar ekki minni í að heilla áhorfendur uppúr skónum. Í auglýsingunni ekur Brosnan Kia Sorento jeppanum sem nýkominn er af nýrri kynslóð. Ekki er að spyrja að því að húmorinn er í hávegum hafður í auglýsingunni, en í henni er Kia Sorento í hlutverki óskabílsins sem „getaway vehicle“, eða bíls sem heppilegur er til að komast úr mjög erfiðum aðstæðum. Framvinda auglýsingarinnar er þó á að aðra lund en margir myndu ætla með Pierce Brosnan í aðalhlutverki.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent