Alexis Tsipras, nýr forsætisráðherra Grikklands, segir Grikkland ekki stefna í greiðslufall.
Tsipras sagði að landið muni semja við lánadrottna um endurgreiðslur á 240 milljarða evra björgunarpakka landsins þegar hann ávarpaði nýja ríkisstjórn sína fyrr í dag.
Tsipras sagði að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar væri að koma þeim sem væru í nauð til bjargar og að ríkisstjórn hans myndi brátt kynna „raunhæfar áætlanir“ til að takast á við efnahagsvandann. Þá hét hann því að berjast gegn spillingu.
Í frétt BBC kemur fram að Evrópusambandið hafi ítrekað kröfur sínar að landið standi við áður gefnar skuldbindingar.
