Bjarni um Hönnu Birnu: „Ég ber til hennar gott traust“ Hjörtur Hjartarson skrifar 26. janúar 2015 19:15 Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni. Lekamálið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðismanna fundaði í dag. Á meðal þess sem var til umræðu var álit umboðsmanns Alþingis um lekamálið svokallaða sem kynnt var fyrir helgi. Engin sérstök stuðningsyfirlýsing var samþykkt á fundinum enda telur formaður flokksins enga ástæðu til slíks.„Í þeim öldusjó sem Hanna Birna er núna í, heldurðu ekki að hún hefði alla vel þegið stuðningsyfirlýsingu frá flokknum?“„Ég held nú að Hanna Birna geri sér líklega best grein fyrir því að hennar traust hefur skaðast af þessu máli. Hún hefur viðurkennt að mistök voru gerð, hún hefur jafnframt beðist afsökunar á samskiptum sínum við lögreglustjórann. En Hanna Birna er stjórnmálamaður sem hefur starfað lengi í stjórnmálum og ég þekki vel, bæði þegar hún var á sveitastjórnarstiginu og eftir að hún kom hingað inn á þing. Ég hef starfað með henni sem varaformanni Sjálfstæðisflokksins og ég get sagt að ég beri til hennar gott traust til að halda sínum stjórnmálastörfum áfram,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherraUmboðsmaður tekur fram í áliti sínu að í tvígang hafi Hanna Birna sent honum ófullnægjandi svör en á endanum viðurkennt að samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu hafi verið óæskileg. Bjarni telur að Hanna Birna hafi sagt þingflokknum satt og rétt frá. „Ég hygg að hún hafi eftir bestu getu greint þingflokknum frá stöðu málsins á hverjum tíma eins og hún gat.“ Bjarni óttast ekki að málið komi til með að skaða Sjálfstæðisflokkinn þó pólitísk staða Hönnu Birnu hafi vissulega látið á sjá. Hann telur að Hanna Birna eigi afturkvæmt á Alþingi. „En hún er hinsvegar öflugur fulltrúi okkar Sjálfstæðismanna og á rétt, eins og aðrir, ef hún kýs, að endurheimta traustið og láta á það reyna, koma og starfa fyrir þá sem kusu hana þing. Þannig að mér finnst það alveg standa opið fyrir hana,“ segir Bjarni.
Lekamálið Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira