Innlent

Ný lægð á leið til landsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Ernir
Samkvæmt veðurspám er von á nýrri lægð úr suðvestri seinna í dag. Henni fylgir hlýindi og leysing á láglendi. Samkvæmt ábendingu frá veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands mun snjóa á fjallvegum vestan til upp úr klukkan fjögur.

Líklega verður blint á Holtavörðuheiði um kvöldmatarleytið þegar veðurhæð nær 15 til 20 metrum á sekúndu.

Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er hálka víða um land.

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálka er í uppsveitum á Suðurlandi.

Hálka og hálkublettir eru á Vesturlandi. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði og Vatnaleið.

Á Vestfjörðum er hálka og snjóþekja. Snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur og sumstaðar skafrenningur.

Hálka eða hálkublettir eru á öðrum leiðum á Norðausturlandi og sumstaðar skafrenningur. Snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er hálka. Á Suðausturlandi er eitthvað um hálku og hálkubletti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×