Kominn heim eftir viðskipti við „líklega mesta fíflið í Katar“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2015 11:30 Strákarnir okkar verða án Arons Pálmarssonar í leiknum gegn Dönum í dag. Adolf Ingi segist því miður ekki vera mjög bjartsýnn fyrir leikinn. Vísir/ESÁ Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson er kominn aftur til landsins eftir tæplega tíu daga dvöl í Katar þar sem heimsmeistaramótið í handbolta karla stendur yfir. Þar miðlaði Adolf Ingi af reynslu sinni til ungra og efnilegra íþróttafréttamanna hvaðanæva úr heiminum. Adolf segist í samtali við Vísi hafa stýrt námskeiðinu sem verið hafi á vegum alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna (AIPS) og Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF). „Það voru fyrirlestrar fyrri part dags og seinni partinn fóru krakkarnir í hallirnar þrjár, skrifuðu leikskýrslur og tóku viðtöl sem voru birt á heimasíðu IHF,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi. Þetta er í fimmta skiptið sem Adolf Ingi kennir á námskeiði sem þessu en þau hafa verið haldin í sjö skipti. Post by Adolf Ingi Erlingsson. Var hvort eð er á leiðinni heim Íslenska landsliðið mætir því danska í sextán liða úrslitum á HM í dag. Adolf Ingi verður ekki á meðal áhorfenda því hann er kominn heim. „Ég er að vinna í því að koma upp útvarpsstöðinni,“ segir Adolf Ingi sem hyggur á rekstur útvarpsstöðvar á ensku fyrir erlenda ferðamenn. Hann er kominn með útvarpsleyfi og mikil vinna í gangi en Vísir greindi frá áætlunum Adolfs í nóvember. „Ég mátti alls ekkert við því að vera lengur þarna úti.“ Sem kunnugt er lenti Adolf Ingi í þeirri einkennilegu stöðu að fjölmiðlapassinn hans var tekinn af honum úti í Katar í síðustu viku. Fyrir vikið komst hann ekki á landsleik Íslands gegn Egyptalandi um helgina. Adolf Ingi birti í gær mynd af passa öryggisvarðarins sem tók af honum passann. „The biggest asshole in Qatar? Yeah probably,“ skrifar Adolf Ingi við myndina. Hann deildi í opinni Fésbókarfærslu á miðvikudaginn í síðustu viku að um hefði verið að ræða skoðunarmun á því hvað mætti taka með sér inn í höllina og hvað ekki. Adolf Ingi er léttur yfir uppákomunni í samtali við Vísi. „Ég var hvort eð er á leiðinni heim. Þetta skipti voðalega litlu,“ segir hann á léttum nótum. Hann kýs þó að ræða ekki frekar umrætt mál. Post by Adolf Ingi Erlingsson. Aron Pálmarsson verður ekki til taks í leiknum gegn Dönum í dag.Vísir/Eva BjörkSvartsýnn fyrir Danaleikinn Strákarnir okkar verða án Arons Pálmarssonar í leiknum gegn Dönum í dag klukkan 18. Adolf Ingi segist því miður ekki vera mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég held að Gummi hafi betur gegn sínu gamla liði. Danirnir eru einfaldlega með sterkara lið en við í dag. Ef þeir spila af eðlilegri getu ættu þeir að vinna þetta. Danir eru með eitt af þremur til fjórum bestu liðum í heimi. Við komum í næsta flokki þar á eftir. Sem er ekki slæmt,“ segir Adolf Ingi. Hann segir Ísland eiga tvo, jafnvel þrjá menn í heimsklassa, og Aron sé einn þeirra auk Guðjóns Vals og Alexanders Peterssonar. „Það er náttúrulega hrikalegt að missa Aron og rosalegt skarð að fylla.“ Til samanburðar séu Danir með að minnsta kosti fimm leikmenn í heimsklassa. Hornamennirnir tvo Mikkel Hansen, Landin í markinu og Jesper Nöddesbo. „Svo getur vel verið að ég sé að gleyma einhverjum.“ Ferðamennska á Íslandi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, segir einelti grassera innan stofnunarinnar. 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli. 31. maí 2013 13:00 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Íþróttafréttamaðurinn Adolf Ingi Erlingsson er kominn aftur til landsins eftir tæplega tíu daga dvöl í Katar þar sem heimsmeistaramótið í handbolta karla stendur yfir. Þar miðlaði Adolf Ingi af reynslu sinni til ungra og efnilegra íþróttafréttamanna hvaðanæva úr heiminum. Adolf segist í samtali við Vísi hafa stýrt námskeiðinu sem verið hafi á vegum alþjóðasamtökum íþróttafréttamanna (AIPS) og Alþjóða handknattleikssambandsins (IHF). „Það voru fyrirlestrar fyrri part dags og seinni partinn fóru krakkarnir í hallirnar þrjár, skrifuðu leikskýrslur og tóku viðtöl sem voru birt á heimasíðu IHF,“ segir Adolf Ingi í samtali við Vísi. Þetta er í fimmta skiptið sem Adolf Ingi kennir á námskeiði sem þessu en þau hafa verið haldin í sjö skipti. Post by Adolf Ingi Erlingsson. Var hvort eð er á leiðinni heim Íslenska landsliðið mætir því danska í sextán liða úrslitum á HM í dag. Adolf Ingi verður ekki á meðal áhorfenda því hann er kominn heim. „Ég er að vinna í því að koma upp útvarpsstöðinni,“ segir Adolf Ingi sem hyggur á rekstur útvarpsstöðvar á ensku fyrir erlenda ferðamenn. Hann er kominn með útvarpsleyfi og mikil vinna í gangi en Vísir greindi frá áætlunum Adolfs í nóvember. „Ég mátti alls ekkert við því að vera lengur þarna úti.“ Sem kunnugt er lenti Adolf Ingi í þeirri einkennilegu stöðu að fjölmiðlapassinn hans var tekinn af honum úti í Katar í síðustu viku. Fyrir vikið komst hann ekki á landsleik Íslands gegn Egyptalandi um helgina. Adolf Ingi birti í gær mynd af passa öryggisvarðarins sem tók af honum passann. „The biggest asshole in Qatar? Yeah probably,“ skrifar Adolf Ingi við myndina. Hann deildi í opinni Fésbókarfærslu á miðvikudaginn í síðustu viku að um hefði verið að ræða skoðunarmun á því hvað mætti taka með sér inn í höllina og hvað ekki. Adolf Ingi er léttur yfir uppákomunni í samtali við Vísi. „Ég var hvort eð er á leiðinni heim. Þetta skipti voðalega litlu,“ segir hann á léttum nótum. Hann kýs þó að ræða ekki frekar umrætt mál. Post by Adolf Ingi Erlingsson. Aron Pálmarsson verður ekki til taks í leiknum gegn Dönum í dag.Vísir/Eva BjörkSvartsýnn fyrir Danaleikinn Strákarnir okkar verða án Arons Pálmarssonar í leiknum gegn Dönum í dag klukkan 18. Adolf Ingi segist því miður ekki vera mjög bjartsýnn fyrir leikinn. „Ég held að Gummi hafi betur gegn sínu gamla liði. Danirnir eru einfaldlega með sterkara lið en við í dag. Ef þeir spila af eðlilegri getu ættu þeir að vinna þetta. Danir eru með eitt af þremur til fjórum bestu liðum í heimi. Við komum í næsta flokki þar á eftir. Sem er ekki slæmt,“ segir Adolf Ingi. Hann segir Ísland eiga tvo, jafnvel þrjá menn í heimsklassa, og Aron sé einn þeirra auk Guðjóns Vals og Alexanders Peterssonar. „Það er náttúrulega hrikalegt að missa Aron og rosalegt skarð að fylla.“ Til samanburðar séu Danir með að minnsta kosti fimm leikmenn í heimsklassa. Hornamennirnir tvo Mikkel Hansen, Landin í markinu og Jesper Nöddesbo. „Svo getur vel verið að ég sé að gleyma einhverjum.“
Ferðamennska á Íslandi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, segir einelti grassera innan stofnunarinnar. 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli. 31. maí 2013 13:00 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni. 24. janúar 2015 13:08
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, segir einelti grassera innan stofnunarinnar. 6. desember 2013 16:38
Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. "Það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti,“ segir Dolli. 31. maí 2013 13:00
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41