Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. janúar 2015 19:00 Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. Umborðsmaður Alþingis birti í gær athugun sína á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir fyrrverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við rannsókn lekamálsins svokallaða. Niðurstaða umboðsmanns var afgerandi og á þann veg að ráðherra hefði farið langt út fyrir valdsvið sitt í samskiptunum við lögreglustjórnann auk þess sem hún hafi ekki sagt allan sannleikann í svörum til umboðsmanns. Hanna Birna hefur verið í leyfi frá þingstörfum síðan hún sagði af sér sem innanríkisráðherra í nóvember en hugðist snúa aftur til starfa í mars. „Það sem ég held að forysta Sjáfstæðisflokksins verði að hugleiða vel er að hver sú ákvörðun sem verður tekin mun senda út mjög sterk skilaboð um skilning flokksins á pólitískri ábyrgð,“ segir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor í stjórnmálafræði. Sigurbjörg segir það miður að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi lýst yfir trausti til Hönnu Birnu áður en málinu lauk. Flokkurinn þurfi að horfa á stóru myndina og ákveða hvað sé við hæfi við þessar aðstæður. Hvorki Hanna Birna sjálf, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, né Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingfloksformaður, vildu tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Til stendur að þingflokkurinn fundi á mánudaginn, þar sem þetta mál verður rætt, og vænta má viðbragða í kjölfarið. „Þetta mál er einstakt og sérstakt í íslenskri stjórnmálasögu. Það er mjög margt sem við getum lært af því. Eitt er það að sjá að við getum lært af því og dregið af því ákveðinn lærdóm fyrir framtíðina, en annað er það að vera tilbúin til þess. Það mun koma fram á næstu dögum, og nú hvílir mjög mikil ábyrgð á íslenskum stjórnmálamönnum, á forystu Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum í þinginu. Hver verða næstu skref og hvað ætla menn að gera með málið í framhaldinu,“ segir Sigurbjörg.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27 Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Nauðsynlegt að lögregla rannsaki mál án pólitískra afskipta Umboðsmaður Alþingis segir að almenningur eigi að geta treyst því að samskipti eins og fyrrverandi innanríkisráðherra og lögreglustjóra áttu eigi sér ekki stað. 23. janúar 2015 19:27
Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Umboðsmanni Alþingis var tíðrætt um það á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun að hann hefði án árangurs óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar vegna lekamálsins. 23. janúar 2015 12:34
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent