Snæfellingar burstuðu nágrannana hafa unnið alla leiki ársins 2015 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2015 20:46 Sigurður Þorvaldsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell í kvöld. Vísir/Stefán Snæfellingar byrja árið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Hólmarar hafa unnið þrjá fyrstu deildarleiki ársins 2015. Snæfell vann sannfærandi 35 stiga sigur á Skallagrími í Stykkishólmi í kvöld, 97-62, í seinni Vesturlandsslag tímabilsins en Snæfell vann níu stiga sigur á Borgarnesi fyrr í vetur. Sigurinn í kvöld þýðir að Snæfellsliðið er í þriðja til sjötta sæti deildarinnar með sextán stig eins og Stjarnan, Njarðvík og Keflavík. Skallagrímsmenn eru áfram í fallsæti. Sigurður Þorvaldsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell og Christopher Woods var með 18 stig og 19 fráköst. Stefán Karel Torfason bætti síðan við 15 stigum og Snjólfur Björnsson skoraði 14 stig. Tracy Smith skoraði 20 stig og tók 15 fráköst fyrir Skallagrím sem lék án Páls Axels Vilbergssonar í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var með 12 stig. Snæfell tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum sem liðið vann 25-14 og munurinn var orðin 19 stig í hálfleik, 46-27, eftir að Hólmarar unnu annan leikhlutann 21-13. Snæfellsliðið skoraði ellefu af fyrstu fimmtán stigum seinni hálfleiksins og var þar með komið 26 stigum yfir í leiknum, 57-31, og úrslitin nánast ráðin. Sigurður Þorvaldsson fór hamförum í þriðja leikhlutanum og skoraði þá 16 af 29 stigum Hólmara sem unnu leikhlutann 29-19 og komu muninum upp í 29 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-46.Snæfell-Skallagrímur 97-62 (25-14, 21-13, 29-19, 22-16)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 29/5 fráköst, Christopher Woods 18/19 fráköst, Stefán Karel Torfason 15/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 14/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 10/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3.Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 20/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Trausti Eiríksson 5/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira
Snæfellingar byrja árið vel í Dominos-deild karla í körfubolta en Hólmarar hafa unnið þrjá fyrstu deildarleiki ársins 2015. Snæfell vann sannfærandi 35 stiga sigur á Skallagrími í Stykkishólmi í kvöld, 97-62, í seinni Vesturlandsslag tímabilsins en Snæfell vann níu stiga sigur á Borgarnesi fyrr í vetur. Sigurinn í kvöld þýðir að Snæfellsliðið er í þriðja til sjötta sæti deildarinnar með sextán stig eins og Stjarnan, Njarðvík og Keflavík. Skallagrímsmenn eru áfram í fallsæti. Sigurður Þorvaldsson skoraði 29 stig fyrir Snæfell og Christopher Woods var með 18 stig og 19 fráköst. Stefán Karel Torfason bætti síðan við 15 stigum og Snjólfur Björnsson skoraði 14 stig. Tracy Smith skoraði 20 stig og tók 15 fráköst fyrir Skallagrím sem lék án Páls Axels Vilbergssonar í leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var með 12 stig. Snæfell tók völdin strax í fyrsta leikhlutanum sem liðið vann 25-14 og munurinn var orðin 19 stig í hálfleik, 46-27, eftir að Hólmarar unnu annan leikhlutann 21-13. Snæfellsliðið skoraði ellefu af fyrstu fimmtán stigum seinni hálfleiksins og var þar með komið 26 stigum yfir í leiknum, 57-31, og úrslitin nánast ráðin. Sigurður Þorvaldsson fór hamförum í þriðja leikhlutanum og skoraði þá 16 af 29 stigum Hólmara sem unnu leikhlutann 29-19 og komu muninum upp í 29 stig fyrir lokaleikhlutann, 75-46.Snæfell-Skallagrímur 97-62 (25-14, 21-13, 29-19, 22-16)Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 29/5 fráköst, Christopher Woods 18/19 fráköst, Stefán Karel Torfason 15/7 fráköst, Snjólfur Björnsson 14/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 10/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3.Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 20/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6, Trausti Eiríksson 5/4 fráköst, Davíð Guðmundsson 3, Davíð Ásgeirsson 3, Egill Egilsson 3/4 fráköst, Atli Aðalsteinsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Sjá meira