Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:02 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Ögmundur Jónasson, segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að tilefni var til að rannsaka samskipti ráðherrans við lögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson. Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson.
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30