Óásættanlegt ef stjórnvöld neita að gefa réttar upplýsingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 12:34 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Vísir/GVA „Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna. Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
„Það er óásættanlegt af hálfu umboðsmanns ef að stjórnvöld neituðu að segja til um hverjir væru réttir málavextir í því máli sem umboðsmaður hafði ákveðið að taka til skoðunar. [...] Það var auðvitað algjörlega útilokað að takast á við svona mál ef að það væru ekki réttar upplýsingar,“ sagði Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, á opnum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í morgun. Ýmsum steinum var velt við í lekamálinu á fundinum en niðurstaða umboðsmanns á rannsókn sinni á samskiptum þáverandi innanríkisráðherra og þáverandi lögreglustjóra er afdráttarlaus: afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur af lögreglurannsókn lekamálsins voru óeðlileg og alvarleg. Umboðsmanni var tíðrætt um það á fundinum að ef að Hanna Birna hefði veitt honum þær upplýsingar sem hann óskaði eftir í upphafi hefði málið ekki ekki tekið þann tíma sem raun bar vitni. Hann hefði tvívegis óskað eftir upplýsingum frá Hönnu Birnu um málavexti án árangurs en hann greindi frá samtali sínu við Stefán Eiríksson, lögreglustjórans, um það hvernig samskiptum hans og Hönnu Birnu var háttað meðan á rannsókn málsins stóð. Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“Spurði hvort umboðsmanni þætti rétt að reka málið í fjölmiðlum Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi umboðsmann harðlega fyrir að birta opinberlega bréf sitt þar sem upplifun Stefáns á samskiptum sínum við Hönnu Birnu er lýst. Spurði hann umboðsmann hvort hann teldi rétt að reka málið með slíkum hætti í fjölmiðlum. „Ég ítreka það að ég hafði í tvígang reynt að fá upplýsingar um málavexti frá ráðherra [...] Það er kannski vandi að hér á landi eru upplýsingalög og þegar umboðsmaður hefur sent stjórnvöldum bréf þá verður han að birta það opinberlega. [...] Það var óhjákvæmilegt að birta þessi samskipti til að fá afstöðu til þeirra,“ sagði Tryggvi. Tryggvi sagði að miðað við hvernig ráðherra hefði lagt málið upp í upphafi og sagt að hún hefði átt almenna fundi með lögreglustjóranum þá hefði þótt ástæða til að athuga hvers vegna þeir voru ekki skráðir með formlegum hætti eins og reglur segja til um. Sú athugun hafi leitt í ljós að mjög brotakennt er hvernig skráningum er háttað í þeim tilvikum þegar ráðherrar einir og sér eiga fundi með aðilum utan ráðuneytis.Frá fundi nefndarinnar í morgun. Vísir/GVANauðsynlegt að reglur um umboðsmenn ráðherra séu skýrar Þá minntist umboðsmaður á hlutverk aðstoðarmanna ráðherra í lekamálinu: „Athugun okkar á þessu varð tilefni til þess að setja fram ákveðnar ábendingar um að það kynni að vera ástæða til að skoða þær reglur sem um þetta gilda. Samkvæmt lögum á forsætisráðherra að setja fram leiðbeinandi erindisbréf fyrir aðstoðarmenn og í því má taka afstöðu til þeirra álitamála sem óhjákvæmilegt er að taka afstöðu til.“ Þá lagði umboðsmaður áherslu á mikilvægi þess að reglur um aðstoðarmenn ráðherra væru skýrar. Þarna væri um að ræða aðila sem starfa í Stjórnarráðinu og koma fram með margvíslegum hætti fyrir hönd ráðherra. Því væri það mikilvægt að allir vissu hver væri staða þessara starfsmanna.
Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent