Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 11:26 Gísli Freyr var á endanum dæmdur fyrir lekann. Hanna Birna gerði minnst tvær athugasemdir við aðgerðir lögreglu gagnvart honum á rannsóknartímanum. Vísir/GVA/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent