Notaðir bílar skiptu um hendur fyrir 17 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 10:43 Þessi Shelby Cobra fór á 670 milljónir króna. Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Bílauppboð Barrett-Jackson í Scottsdale í Arizona seldi gamla eðalbíla fyrir ríflega 17 milljarða króna á aðeins 9 dögum nú í byrjun árs. Sá sem fór á hæstu upphæðina var 1966 árgerð af Shelby Cobra 427 Super Snake sem fór á 5.115.000 dollara, eða 670 milljónir króna. Einnig seldist 1954 árgerðin af Pontiac Bonneville Special Motorama Concept á 3,3 milljónir dollara, eða á 430 milljónir króna. Mjög líflegt hefur verið á bílauppboðum í Bandaríkjunum að undaförnu og hvert metið slegið þar á fætur öðru. Svo virðist sem bílasafnarar heimsins eigi nóg af fé milli handanna og ekki vantar glæsibílana til að freista þeirra.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent