Tesla Model X í prófunum Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 16:00 Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent
Myndband náðist í fyrsta skipti af hinum fjórhjóladrifna jepplingi Tesla Model X, sem kemur brátt á markað. Var hann þar við prófanir í Kaliforníu en bíllinn var hulinn dúk sem fela á útlit hans. Því miður stígur enginn út úr bílnum í myndskeiðinu, en þá hefðu vængjahurðir bílsins sést betur. Svo virðist sem prufuökumaðurinn sé mest að kanna upptak bílsins, en einnig eru teknar nokkrar hraðar beygjur sem bíllinn virðist ráða afar vel við. Dregist hefur mjög að setja þennan nýja bíl Tesla á markað og frestun á útkomu hans hafa verið margar. Upphafsdagsetningin var í enda árs 2013. Tesla hefur sagt að fyrirtækið vilji frekar fullkomna bílinn og draga með því markaðssetninguna, en að eiga það á hættu að setja á markað bíl sem ekki stenst fullkomlega kröfur kaupenda, sem og þeirra sjálfra. Tesla Model X er byggður á sama undirvagni og Tesla Model S bíllinn sem selst hefur ágætlega hér á landi. Tesla Model X er fyrsti jepplingurinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni.
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent