Lífið

Greiðir Tom Petty stefgjöld fyrir Stay With Me: „Tónlistarslys“

Birgir Olgeirsson skrifar
Sam Smith og Tom Petty eru sagðir mestu mátar þrátt fyrir óhappið.
Sam Smith og Tom Petty eru sagðir mestu mátar þrátt fyrir óhappið. Vísir/Getty
Greint var frá því fyrr í vikunni að breski tónlistarmaðurinn Sam Smith verður að greiða stefgjöld til hins bandaríska Tom Petty vegna lagsins Stay With Me sem naut mikilla vinsælda í fyrra.

Lag Smiths inniheldur samskonar nótur, hljóma og takt og eru í lagi Petty frá 1989 sem nefnist I Won´t Back Down.

Petty ákvað að birta yfirlýsingu vegna málsins á vefsíðu sinni þar sem hann segist ekki hafa neitt á móti Smith og að listamennirnir tveir hefðu aldrei litið á málið sem deilur á meðan það var leyst.

„Margra ára reynsla af lagasmíðum hefur kennt mér að þetta getur gerst. Oftast áttar maður sig á þessu áður en lagið fer úr hljóðverinu en í þessu tilviki fór það í gegn. Fólkið í kringum Sam var afar skilningsríkt og við náðum auðveldlega samkomulagi,“ segir Petty sem kallar þetta tónlistarslys.

„Þetta þykir vart fréttnæmt í dag. Ég óska Sam alls hins besta.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×