Reglur um valdbeitingu lögreglu birtar í fyrsta sinn Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. febrúar 2015 14:47 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur ákveðið að birta reglurnar sem áður hafði verið leynd yfir. Getty Búið er að birta reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingartækja og vopna sem þáverandi dómsmálaráðherra setti 22. febrúar 1999. Þessar reglur hafa ekki verið birtar áður og hefur sú ákvörðun innanríkisráðuneytisins meðal annars verið kærð á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað til að mynda upp þann úrskurð 5. maí síðastliðinn að synja einstaklingi um aðgang að reglunum vegna þess að þær varða öryggi ríkisins. „Verði almenningi veittur aðgangur að reglunum kann það að nýtast þeim sem hyggjast fremja alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar. Opinberun reglnanna myndi því raska almannahagsmunum,“ segir í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Enginn setti sig upp á móti því að reglurnar yrðu birtar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, segir að þegar að ráðherrann hafi farið að athuga hvers vegna reglurnar hafi ekki verið birtar hafi samband verið haft við hagsmunaaðila, meðal annars Landssamband lögreglumanna og lögreglustjóra landsins. Þórdís segir að ráðherrann hafi meðal annars viljað kanna hvort hægt væri að birta reglurnar vegna umræðunnar sem skapaðist um vopnaburð lögreglumanna í haust eftir að í ljós kom að Landhelgisgæslan fékk hríðskotabyssur sendar frá norska hernum sem meðal annars áttu að fara til lögreglunnar. Það hafi síðan komið í ljós að enginn hafi sett sig upp á móti því að reglurnar yrðu birtar og þar sem ráðherra vilji hafa það opinbert sem megi vera opið almenningi hafi hún ákveðið að birta reglurnar nú.Má aðeins beita skotvopni þegar önnur úrræði eru ekki tiltæk Um er að ræða tvö skjöl, annars vegar reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna og hins vegar reglur um valdbeitingu handhafa lögregluvalds hjá Landhelgisgæslu Íslands og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í reglunum um lögregluvopn kemur meðal annars fram að til skotvopna teljast skammbyssa, haglabyssa, vélbyssa og riffill. Í 34. grein um skotvopn og beitingu þeirra kemur fram að skotvopni má því aðeins beita gegn manni þegar önnur úrræði eru ekki tiltæk og brýna nauðsyn ber til í því skyni að: a) Lögreglumaður verjist lífshættulegri árás á sig eða þriðja aðila. b) Yfirbuga og handtaka afbrotamenn sem teljast hættulegir lífi fólks eða öryggi ríkisins. c) Koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldi gegn fólk eða verulegu tjóni sé valdið á þjóðfélagslega mikilvægum hagsmunum eða stofnunum, rekstri þeirra eða starfsemi. Þá er einnig fjallað um aðvörunarskot en þeim má beita í undantekningartilvikum ef lögreglumaður álítur að því verði við komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyrir hann eða aðra. Aðvörunarskoti má ekki hleypa af nema til staðar séu skilyrði til að beita skotvopni. Í 37. grein er kveðið á um þegar lögreglumenn beita skotvopni gegn manni. Þar segir að í ýtrustu neyð skal lögreglumaður miða á stærsta hluta þess líkamshluta sem honum er sýnilegur. Telji lögreglumaður að því verði við að komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyrir hann eða aðra, skal hann reyna að takmarka þann skaða sem af notkun skotvopnsins hlýst svo sem með því að skjóta í fætur viðkomandi. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Búið er að birta reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valbeitingartækja og vopna sem þáverandi dómsmálaráðherra setti 22. febrúar 1999. Þessar reglur hafa ekki verið birtar áður og hefur sú ákvörðun innanríkisráðuneytisins meðal annars verið kærð á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd upplýsingamála kvað til að mynda upp þann úrskurð 5. maí síðastliðinn að synja einstaklingi um aðgang að reglunum vegna þess að þær varða öryggi ríkisins. „Verði almenningi veittur aðgangur að reglunum kann það að nýtast þeim sem hyggjast fremja alvarleg afbrot og draga úr fælingarmætti lögreglunnar. Opinberun reglnanna myndi því raska almannahagsmunum,“ segir í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál.Enginn setti sig upp á móti því að reglurnar yrðu birtar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, segir að þegar að ráðherrann hafi farið að athuga hvers vegna reglurnar hafi ekki verið birtar hafi samband verið haft við hagsmunaaðila, meðal annars Landssamband lögreglumanna og lögreglustjóra landsins. Þórdís segir að ráðherrann hafi meðal annars viljað kanna hvort hægt væri að birta reglurnar vegna umræðunnar sem skapaðist um vopnaburð lögreglumanna í haust eftir að í ljós kom að Landhelgisgæslan fékk hríðskotabyssur sendar frá norska hernum sem meðal annars áttu að fara til lögreglunnar. Það hafi síðan komið í ljós að enginn hafi sett sig upp á móti því að reglurnar yrðu birtar og þar sem ráðherra vilji hafa það opinbert sem megi vera opið almenningi hafi hún ákveðið að birta reglurnar nú.Má aðeins beita skotvopni þegar önnur úrræði eru ekki tiltæk Um er að ræða tvö skjöl, annars vegar reglur um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna og hins vegar reglur um valdbeitingu handhafa lögregluvalds hjá Landhelgisgæslu Íslands og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna. Í reglunum um lögregluvopn kemur meðal annars fram að til skotvopna teljast skammbyssa, haglabyssa, vélbyssa og riffill. Í 34. grein um skotvopn og beitingu þeirra kemur fram að skotvopni má því aðeins beita gegn manni þegar önnur úrræði eru ekki tiltæk og brýna nauðsyn ber til í því skyni að: a) Lögreglumaður verjist lífshættulegri árás á sig eða þriðja aðila. b) Yfirbuga og handtaka afbrotamenn sem teljast hættulegir lífi fólks eða öryggi ríkisins. c) Koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldi gegn fólk eða verulegu tjóni sé valdið á þjóðfélagslega mikilvægum hagsmunum eða stofnunum, rekstri þeirra eða starfsemi. Þá er einnig fjallað um aðvörunarskot en þeim má beita í undantekningartilvikum ef lögreglumaður álítur að því verði við komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyrir hann eða aðra. Aðvörunarskoti má ekki hleypa af nema til staðar séu skilyrði til að beita skotvopni. Í 37. grein er kveðið á um þegar lögreglumenn beita skotvopni gegn manni. Þar segir að í ýtrustu neyð skal lögreglumaður miða á stærsta hluta þess líkamshluta sem honum er sýnilegur. Telji lögreglumaður að því verði við að komið og aðstæður leyfa án þess að skapa aukna hættu fyrir hann eða aðra, skal hann reyna að takmarka þann skaða sem af notkun skotvopnsins hlýst svo sem með því að skjóta í fætur viðkomandi.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira