Eigandi Knicks sagði 73 ára gömlum manni að byrja að halda með Nets Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 17:15 James Dolan er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum NY Knicks. vísir/getty James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“ NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
James Dolan, eigandi New York Knicks stjórnarformaður Madison Square Garden, sagði stuðningsmanni liðsins að byrja að halda með Brooklyn Nets því Knicks vill ekki lengur hafa hann sem stuðningsmann. Irving Bierman, 73 ára gamall maður sem hefur stutt Knicks síðan 1952, er vægast sagt ósáttur við Dolan og ákvarðanir hans og sendi eigandanum tölvupóst til að láta hann vita af því. „Á einum tímapunkti fannst mér þú vera að gera góða hluti þegar þú erfðir allt frá föður þínum. Aftur á móti hefur allt gengið á afturfótunum síðan þá,“ skrifaði Bierman, en um þetta er fjallað á vefsíðu ESPN. „Sem stuðningsmaður Knicks í 60 ár skammast ég mín algjörlega fyrir störf þín hjá Knicks. Seldu liðið svo stuðningsmennirnir geti a.m.k. hlakkað til að liðið fari í jákvæðari átt. Augljóslega eru peningar ekki allt. Þú hefur gert fullt af ótrúlega heimskum hlutum með þetta félag. Vinsamlegast hættu.“ Dolan var ekkert alltof sáttur við póstinn og ákvað að svara gamla manninum. Búið er að staðfesta við ESPN að Dolan sá alfarið um það sjálfur að skrifa eftirfarandi tölvupóst: „Af hverju myndi einhver skrifa svona bréf fullt af hatri. Það er mín ágiskun að lífið þitt sé í rústi. Hvað hefur þú gert sem einhver myndi kalla jákvætt eða gott? Ég ætla að giska á ekkert.“ „Líklega hefur þú gert alla fjölskylduna þína óánægða. Kannski ertu alkahólisti. Ég var að fagna 21 ári án áfengis. Þú ætti kannski að prófa það. Kannski hjálpar það þér að vera persóna sem fólk vill vera í kringum. En þar til það gerist máttu endilega byrja að halda með Nets því Knicks vill ekki sjá þig.“ Aðspurður í útvarpsviðtali hvort það kæmi til greina að byrja að halda með Brooklyn Nets svaraði Bierman ákveðinn: „Aldrei!“
NBA Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Enski boltinn Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum